Manchester United er sagt skoða það að selja Paul Pogba í sumar og mögulega að skipta á honum og fá inn annan miðjumann. Juventus er sagt skoða það að nota Aaron Ramsey til að fá Pogba.
United vonast til þess að selja Pogba og Jesse Lingard í sumar ef marka má fréttir dagsins. Það verður gert til að fjármagna kaup.
United hefur mikinn áhuga á Jadon Sancho, kantmanni Dortmund en kórónuveiran hefur haft áhrif á fjárhag félaganna.
Jack Grealish er sagður ofarlega á lista United en miðjumaðurinn hefur gert vel með Aston Villa í vetur.
Ensk blöð velta því fyrir sér hvort þetta verði byrjunarlið United á næstu leiktíð.