fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Bjarni segir misfróða menn leggja orð í belg: „Ef vinnu skyldi kalla“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 08:46

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk íþróttafélög eru mörg hver að róa lífróður þessa dagana, verið er að taka til í rekstrinum vegna kórónuveirunnar. Tekjugrunnur margra félaga er breyttur, fyrirtæki munu draga saman í styrkjum og óvíst er hvenær Íslandsmótin fara af stað.

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu telur að misfróðir menn leggi nú orð í belg þegar rætt er um fjármál félaganna á Íslandi.

,,Mikið hef­ur verið rætt og ritað um fjár­hag ís­lenskra íþrótta­fé­laga að und­an­förnu. „Að spenna bog­ann of hátt“ er önn­ur setn­ing sem hef­ur farið mik­inn í tíðarandanum. Marg­ir hafa látið í sér heyra, mis­fróðir, um það hversu illa ís­lensk íþrótta­fé­lög eru rek­in og að hér sé íþrótta­fólk sem er í meðallagi gott að þiggja allt of há laun fyr­ir sína vinnu, ef vinnu skyldi kalla,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.

Bjarni segir að fólk þurfi ekki að horfa neitt lengra en til Englands þar sem sama staða blasir við.

,,Það þarf ekki að horfa neitt lengra en til ná­granna okk­ar á Englandi til þess að átta sig á stöðu mála. Þar blas­ir lítið annað en gjaldþrot við mörg­um fé­lög­um sem leika í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu, ef tíma­bilið verður ekki klárað. Leik­menn í stærstu knatt­spyrnuliðum heims hafa þurft að taka á sig launa­lækk­an­ir hægri vinstri und­an­farna daga svo skipið sigli ekki í strand.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bræður takast á í Laugardalnum – „Hann er alltaf að reyna að komast inn í hausinn á mér“

Bræður takast á í Laugardalnum – „Hann er alltaf að reyna að komast inn í hausinn á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni