fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Þrjú lið geta unnið Pepsi Max-deildina að mati Gumma Ben: ,,Breiðablik verður ekki Íslandsmeistari“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. maí 2019 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

3. umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í gær þegar Fylkir náði í stig á Meistaravöllum gegn KR. Á föstudag unnu Blikar góðan sigur á Víkingum, á sama tíma vann FH öflugan sigur á KA.

Stjarnan lagði HK á heimavelli. Á laugardag gerðu ÍBV og Grindavík 2-2 jafntefli. Krísan á Hlíðarenda heldur áfram en liðið tapaði gegn ÍA á laugardagskvöldið.

Blikar eru á toppnum með FH og ÍA en Guðmundur Benediktsson telur að Blikar, eigi ekki séns á að verða Íslandsmeistari.

,,Nei, Breiðablik verða það ekki. Af því að Valur, FH eða KR verða Íslandsmeistari,“ sagði Guðmundur í Dr. Football í dag, Blikar hafa sagt það opinberlega að þeir stefni á að vinna deildina.

Guðmundur telur að Stjarnan eigi ekki möguleika heldur.

,,Ekki Stjarnan heldur, það er bara eitt lið sem getur orðið Íslandsmeistari. Það eru búnar þrjár umferðir, þrjú lið með sjö stig og þrjú með fimm stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“
433Sport
Í gær

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu