fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433

Tryggvi Hrafn styrkir Minningarsjóð Einars Darra – Þú getur eignast treyjuna hans fyrir 1.000 kr.

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltakappinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er með áritaða Halmstad treyju á lottó uppboði til styrktar Minningarsjóð Einars Darra. 

Tryggvi Hrafn Haraldsson er 22 ára og uppalinn hjá ÍA. Hann skoraði fimm mörk í þrettán leikjum í Pepsi-deildinni sumarið 2017, en Halmstad keypti hann um mitt sumar. Hann skoraði þrjú mörk í 27 leikjum með félaginu. Í janúar á þessu ári gekk Tryggvi Hrafn aftur til liðs við ÍA.

Þú átt möguleika á að vinna treyjuna hans með því að kaupa miða á 1.000 kr. í lottóuppboði á heimasíðu CharityShirts.

Vinningshafi verður dreginn út í dag kl. 19 í beinni útsendingu á Facebook-síðu CharityShirts.

Allur ágóði rennur til Minningarsjóðs Einars Darra.

Um CharityShirts

Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson standa að vefsíðunni CharityShirts.is þar sem fótboltamenn gefa eigin treyjur til styrktar góðu málefni. Ein treyja er í boði í einu, viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði til þess félags.

Samtals hefur CharityShirts og leikmenn safnað 1.025.000 til góðgerðamála. Tryggvi Hrafn er þrettándi leikmaðurinn, en sá sem hæstri upphæð hefur safnað til þessa er landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, sem valdi Konukot sem sitt góðgerðarfélag.

„Þetta fer þannig fram að viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði af hans treyju til þess félags,“ segir Sturlaugur. „Nýr leikur byrjar annað hvert mánudagskvöld og stendur í tvær vikur, og er dregið á Facebook „live“ klukkan 19 annan hvern mánudag. Þeir sem vilja eignast treyjuna kaupa lottómiða, einn miði kostar 1.000 kr. og fær viðkomandi tölvupóst með sínu lukkunúmeri/um.“

Fylgjast má með CharityShirts bæði á heimasíðu og Facebook-síðu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli
433Sport
Í gær

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“
433Sport
Í gær

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag