fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Umboðsmaður Birkis Bjarnasonar sagður lykilmaður í félagaskiptum Haaland

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. desember 2019 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensk götublöð fullyrða að Erling Braut-Haaland sé í flugi á leið til Manchester, hann lendi í borginni klukkan 10:15 og muni funda með Manchester United. Félagið er eitt þeirra sem vill klófesta Haaland. Flug frá Stavanger lendir í Manchester innan tíðar.

Norskir miðlar segja að Jim Solbakken ásamt Mino Raiola, komi að félagaskiptum Haaland. Ekki er öruggt að hann fari til United en ljóst er að Haaland fer frá Salzburg. Solbakken og Raiola sáu um skipti Haaland frá Molde til Salzburg undir lok árs 2018.

Solbakken hefur unnið náið með Ole Gunnar Solskjær og er umboðsmaður hans, Solbakken er einnig umboðsmaður Birkis Bjarnasonar.

Solbakken hefur séð um mál Birkis um nokkurt skeið en hann hefur einnig nokkra öfluga norska leikmenn á sínum snærum.

Solbakken er mjög náinn vinur Solskjær og hefur hjálpað honum með sína samninga og einnig hjálpað honum að sækja leikmenn. Hann gæti verið lykilmaður í því að Haaland fari til United. Solbakken er einnig sagður mjög náinn Haaland feðgunum en Alf-Inge Haaland faðir Erling lék með Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga