Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er væntanlega áhyggjufullur fyrir næsta leik liðsins gegn Crystal Palace.
Liverpool er taplaust á toppi úrvalsdeildarinnar en gæti verið án fjögurra lykilmanna í næsta leik.
Mo Salah, Joe Gomez, Jordan Henderson og Andy Robertson gætu allir misst af næstu viðureign liðsiins.
Allir þrír leikmennirnir hafa dregið sig úr landsliðshópi sinna landa og spila ekki meira í þessari og næstu viku.
Salah og Robertson eru að glíma við ökklameiðsli, Henderson við sýkingu og þá meiddist Gomez eftir samstuð við Kieran Trippier á æfingu í morgun.