fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Kolbeinn Sigþórsson byrjar hjá AIK í dag: Félagið skoðaði handtökuna – Ekki sökudólgur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson er í byrjunarliði AIK, gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Um er að ræða síðustu umferðina í deildinni.

Sagt var frá því í Expressen í gær að leikmaður í sænsku deildinni hafi verið handtekinn í Stokkhólmi í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða Kolbein Sigþórsson, landsliðsframherja Íslands.

Í frétt Expressen kemur fram að leikmaðurinn hafi á miðvikudag verið handtekinn. Hann hafi verið ölvaður og átt í deilum við dyravörð í Stokkhólmi. Um er að ræða Kolbein Sigþórsson, hinn 29 ára gamla landsliðsmann í knattspyrnu. Sagt er að Kolbeinn hafi verið lengi fram eftir á næturlífinu og veitt mótspyrnu við handtöku. Hann var handtekinn klukkan 03:00 samkvæmt frétt Expressen. Kolbeinn var settur í fangageymslu en AIK, lið Kolbeins neitar að tjá sig.

Fótbolti.net kveðst hafa heimildir fyrir því að Kolbeinn sé saklaus í málinu, þar segir. ,,Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá skoðaði AIK atvikið gaumgæfilega og taldi þjálfari liðsins að ekki ætti að refsa íslenska landsliðsmanninum. Hann er ekki talinn sökudólgur í þeim látum sem áttu sér stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“