fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Hamren fagnar því að hafa marga kosti: „Við höfum möguleikana“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 13. október 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli á mánudag. Um er að ræða seinni leikinn í leikvikunni sem nú stendur yfir, en íslenska liðið tapaði með eins marks mun gegn heimsmeisturum Frakka í Laugardalnum á föstudag, eins og kunnugt er. Staðan í riðlinum er þannig að Tyrkir og Frakkar eru með 18 stig, en Ísland með 12 stig.

Mikill breidd er í fremstu víglínu Íslands en Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson eru í hópnum.

,,Það er gott að hafa möguleikana, það er þannig í lífinu en ekki bara í fótbolta, Við þurfum möguleikana, það voru kaflar á síðasta ári þar sem við vorum ekki með neina framherja. Ég man í mars eftir leik gegn Frakklandi þar sem við byrjuðum með Albert Guðmundsson og Gylfa frammi. Það er gott að hafa kostina sem við höfum núna, menn með mismunandi gæði og hæfileika. Við þurfum að velja hvað er best hverju sinni, við höfum möguleika á að breyta um kerfi. Spila með einn framherja og Gylfa fyrir aftan og spila með tvo framherja og Gylfa inni á miðsvæði,“ sagði Hamren.

Flestir telja að Hamren byrji með tvo framherja gegn Andorra á morgun. ,,Það kemur í ljós, það er gott að eiga möguleiki á því. Við gerðum það gegn Moldóvu og þú sérð það á morgun, kannski,“ sagði Hamren og glotti.

Kolbeinn Sigþórsson var frábær gegn Frakklandi, hann er heill heilsu. ,,Kolbeini leið vel í gær eftir leikinn, hann hefur farið vel með líkama sinn. Flestir leikmenn eru þreyttari, tveimur dögum eftir leik. Það verður ekki erfið æfing í dag, ég býst við að Kolbeinn geti byrjað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur