fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Frank finnst það heimskulegt að konur þéni það sama og karlar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank de Boer er goðsögn í hollenskum fótbolta, hann náði langt á ferli sínum og hefur sterkar skoðanir á hlutunum.

Honum finnst það fáránlegt að hollenska knattspyrnusambandið ætli frá og með 2023 að borga konum það sama og körlum.

Laun kvenna í knattspyrnu hafa hækkað nokkuð hratt en þær eru þó langt á eftir körlunum. De Boer segir það mjög eðlilegt, vinsældir kvennaknattspyrnu séu fjarri þeim vinsældum sem karlafótbolti hefur.

,,Í mínum huga er það bara heimskulegt, það er verið að gera þetta í tennis líka,“ sagði De Boer sem starfar í dag hjá Atlanta í Bandaríkjunum.

,,Sem dæmi ef það eru 500 milljónir sem horfa á úrslitaleik karla á HM, þá eru kannski 100 milljónir sem horfa á úrslitaleik HM kvenna. Það er munurinn, þetta er ekki eins.“

De Boer vill að konur fái borgað en vill að framboð og eftirspurn ráði för. ,,Þær eiga að fá borgað það sem þær eiga skilið, ekki minna. Bara það sem þær eiga skilið.“

,,Ef vinsældir kvennafótboltans verða þær sömu og karla, þá fá þær sömu laun. Þá mun innkoman og auglýsingar skila sér í vasa þeirra. Af hverju verða þær að þéna það sama? Þetta er heimskulegt, ég skil þetta ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni