fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Kristján Óli svarar af hörku: „Davíð átti að hætta fyrir tveimur árum í stað þess að mjólka klúbbinn sinn“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. júní 2019 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Hvað er í gangi í Krikanum? Nákvæmlega ekki neitt, það er ekkert að gerast,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr Football um stöðu FH og hvað væri í gangi í Kaplakrika.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH var ómyrkur í máli eftir tap FH gegn KR í Pepsi Max-deild karla í gær. FH tapaði þá á heimavelli og er staða liðsins slæm. FH er með 12 stig í deildinni, langt undir væntingum. Liðið er nú 11 stigum á eftir toppliði KR.

Fótbolti.net sagði frá því fyrir helgi að vandræði væru með launagreiðslur til leikmanna FH og að leikmenn hefðu í raun farið í verkfall, til að láta vita óánægju sinni. Morgunblaðið spurði Davíð út í málið. Hann sendi væna pillu á þá sem hafa rætt og ritað um málið. „Þetta er bara vit­leys­ing­ar sem þurfa að tjá sig um allt og alla á Twitter og menn sem hafa mis­mikið vit á fót­bolta. Það er gott að þeir hafi ein­hvern vett­vang til að tjá sig,“ sagði Davíð Þór

Kristjáni svaraði þessum ummælum Davíðs í þætti dagsins í Dr. Football. ,,Davíð Þór Viðarsson tjáir sig, ef ég er vitleysingur. Ef Davíð þykist hafa vit á fótbolta sjálfur, þá hefði hann hætt fyrir tveimur árum. Hann er ekki skugginn af sjálfum sér, var frábær á sínum tíma. Mér fannst hann ekki frábær í gær, skokkaði um í miðju hringnum, reif kjaft og tuðaði,“ sagði Kristján í þætti dagsins.

,,Hann átti að hætta fyrir tveimur árum í stað þess að mjólka klúbbinn sinn að innan, svona er boltinn. Menn vilja salt í grautinn, ég skil það vel. Davíð er að kasta steinum úr glerhúsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag