fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Þetta sagði spámaðurinn Gústi Gylfa við Gumma Ben: ,,Þið getið spurt hann“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 21:17

Ágúst Gylfason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, gat brosað eftir leik sinna manna í kvöld gegn Stjörnunni.

Blikar unnu 3-1 sigur í Garðabænum en eftir að hafa lent 1-0 undir snemma í seinni hálfleik tóku gestirnir við sér.

Aron Bjarnason spilaði stórt hlutverk í endurkomunni en hann kom inná sem varamaður og var stórkostlegur fyrir Blika.

,,Ég er gríðarlega ánægður og þetta í rauninni bara virkaði hjá okkur,“ sagði Ágúst við Stöð 2 Sport.

,,Ég sagði við Gumma Ben fyrir leik að ég ætlaði að setja Aron inná og klára leikinn og það heppnaðist. Þið getið spurt hann.“

,,Það er ekki oft sem maður kemur á gríðarlega erfiðan útivöll og tekur þrjú stig. Við töpuðum þrisvar gegn þeim í fyrra og vorum staðráðnir í að fá þrjú stig.“

,,Ég skildi ekki alveg hvernig fótboltaleikur þetta var í fyrri hálfleik, menn voru í krummafót. Við sýndum klærnar í þeim seinni og settum þrjú frábær mörk. Þeir áttu engin svör.“

,,Eftir að þeir skoruðu var tilfinningin skrítin en leikmenn á vellinum voru með meðbyr og þeir héldu áfram og svöruðu kallinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi