fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Unnusta Magnúsar fékk mikið af ljótum skilaboðum: „Sendu henni að að knúsa mig, svo ætluðu þeir að drepa mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á Tyrkjum í undankeppni EM í gærkvöldi. Ísland þurfti í raun á sigri að halda í leik gærkvöldsins til að minnka bilið í baráttunni um efstu tvö sæti riðilsins. Ísland mætti sterkt til leiks á Laugardalsvelli og var staðan fljótt orðin 2-0 fyrir strákunum.

Ragnar Sigurðsson gerði bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði með stuttu millibili og staðan 2-0 í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins minnkuðu Tyrkir svo muninn með skalla eftir hornspyrnu og staðan í leikhléi 2-1. Það var rólegra yfir leiknum í seinni hálfleik þar sem engin mörk voru skoruð og lokatölur 2-1 fyrir okkar mönnum. Ísland er nú með jafn mörg stig og Frakkar og Tyrkir en með verri markatölu í þriðja sæti riðilsins

Andrúmsloftið fyrir leik var ekki eins gott, Tyrkir voru öskureiðir yfir 80 mínútna öryggisleit í Leifsstöð við komuna á sunnudag, þvottabursta var svo beint að leikmanni liðsins fyrir utan flugstöðina. Það gerði alla vitlausa.

Tyrkir héldu að um Íslending væri að ræða og margir töldu að um væri að ræða Magnús Má Einarsson, ritstjóra Fótbolta.net. Hann fékk endalaust af ógeðslegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Degi síðar kom í ljós um var að ræða ferðamann frá Belgíu.

,,Þetta róaðist í dag, þegar þeir höfðu fundið Belgann. Það var maður með 110 þúsund fylgjendur á Twitter, sem spurði hvort þetta væri ég. Nema hvað, þá varð fjandinn laus. Ég vissi ekki af þessum uppþvottabursta þá,“ sagði Magnús um málið í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net, eftir leikinn í gær.

,,Síðan byrja fullt af Tyrkjum að fylgja mér á Instagram, það byrjar á Twitter, svo sé ég burstann. Ég svaraði þessum manni og þetta róaðist aðeins, ég setti út yfirlýsingu og það róaðist meira. Þetta náði samt ekki til allra.“

Magnús hefur nú misst Instagram-síðu sína, ekki er víst hvort Tyrkir hafi hreinlega hakkað hana eða hvort henni hafi hreinlega verið lokað.

,,Instagram síðunni minni var lokað, ég var með þúsund beiðnir um að fylgja mér á tuttugu mínútum. Þeir eru alveg trylltir. Það rigndi yfir mig skilaboðum, mörg þúsund. Ég fer að sofa, vakna daginn eftir og Instagram-síðan mín er ekki til.“

Það var ekki bara Magnús sem fékk ljót skilaboð, unnusta hans fékk að finna fyrir því. Þeir hótuðu því að drepa Magnús.

,,Ég veit ekkert af hverju Instagram lokaði síðunni, ég hef sent póst á þá en það svarar ekki neinn. Svo fóru þeir að senda á vini mína og helling á kærustuna mína, rigndi yfir hana. Að þeir ætluðu að drepa mig, voru að senda henni að drífa sig að knúsa mig, svo ætluðu þeir að drepa mig. Þeir voru þarna, ég las 5 prósent af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Í gær

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Í gær

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu