fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Þjálfari Kolbeins urðar yfir hann: ,,Mér var tjáð að hann væri mikið vandamál“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 12:49

Kolbeinn Sigþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkir mikil óvissa um framtíð Kolbeins Sigþórssonar, framherja Nantes og íslenska landsliðsins í fótbolta. Vonir stóðu til að framherjinn knái væri búinn að finna sér nýtt lið, í Frakklandi fær hann ekkert að spila. Kolbeinn hefur í nokkra mánuði reynt að fara frá Nantes og félagið vill sömuleiðis losna við hann.

Ekki hefur hins vegar náðst samkomulag um starfslok hans hjá félaginu, líkur eru á að Kolbeinn fari ekki frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokar í enda janúar.

,,Á síðustu tveimur árum hefur hann ekkert verið að spila, hann hefur samt sem áður verið í landsliðinu. Þegar ég tók við starfinu hérna, var mér tjáð að hann væri mikið vandamál,“ sagði Vahid Halilhodzic, þjálfari Nantes við franska fjölmiðla um stöðu Kolbeins í vikunni.

Kolbeinn fékk tækifæri með íslenska landsliðinu fyrir jól en þarf nú að koma sér í annað lið til að halda sæti sínu þar.

Þetta er í samræmi við það sem franskur blaðamaður sagði við 433.is í síðustu viku. Hann sagði Vahid Halilhodzic ekki vilja nota Kolbeinn og virðist það vera eftir skilaboð frá Waldemar Kita, forseta félagsins. Forsetinn keypti Kolbein til félagsins en er ósáttur með hann.

Meira:
Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

,,Mér var sagt að treysta ekki á hann, ég hef tvisvar spjallað við hann. Hann vildi fá að æfa með aðalliðinu en ég vil að hann sé í varaliðinu. Þetta er stórt vandamál fyrir félagið, hann hleypur ekkert. Hann æfir bara þegar hann vill.“

Halilhodzic segir sína hlið á málinu sem er ekki sú sama og Kolbeinn hefur að segja.

,,Það er hægt að skrifa bók um allt þetta mál, ég hef önnur vandamál að leysa áður en ég fer í mál Kolbeins.“

Meira:
Kolbeinn svarar forsetanum í ítarlegu einkaviðtali – „Ég hef ekki gert neinum eitt eða neitt“

Kolbeinn í sínum síðasta landsleik í júlí, 2016.

Forseti Nantes hélt því fram að Kolbeinn væri að hugsa um peninga frekar en að spila fótbolta, þess vegna hafi hann hafnað Panathinaikos í sumar. Þessu hafnaði Kolbeinn í viðtali við 433.is í september.

,,Þessar yfirlýsingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég myndi alltaf reyna að skoða mína möguleika út frá minni fótboltalegu stöðu en ekki einungis vegna peninga. Það sem er mikilvægast fyrir mig núna, á þessum stað á mínum ferli sem fótboltamaður, er að komast út á völlinn og fá að spila og skora mörk, Ég veit ég get nýst Nantes vel, til þess verð ég að fá tækifæri í liðinu og spila leiki. Það er auðvitað það sem ég vil gera, og vonandi breytist það. Þetta er sögufrægur klúbbur með frábæra stuðningsmenn og ég var kominn á gott ról á miðju sumri og vildi ólmur byrja spila á ný og sanna ég sé enn þá með gæði til að hjálpa liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði