fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
433Sport

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkir mikil óvissa um framtíð Kolbeins Sigþórssonar, framherja Nantes og íslenska landsliðsins í fótbolta. Vonir stóðu til að framherjinn knái væri búinn að finna sér nýtt lið, í Frakklandi fær hann ekkert að spila. Kolbeinn hefur í nokkra mánuði reynt að fara frá Nantes og félagið vill sömuleiðis losna við hann. Ekki hefur hins vegar náðst samkomulag um starfslok hans hjá félaginu, líkur eru á að Kolbeinn fari ekki frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokar í enda janúar.

„Ég held að stjórn Nantes hafi gefist upp og telji ekki miklar líkur á því að Nantes nái að losa Kolbein í þessum mánuði. Það hefur reynst félaginu ómögulegt að selja Kolbein, hann hefur ekki spilað í fleiri mánuði. Hann er einn launahæsti leikmaður Nantes og meiðslin helsta ástæða þess að félaginu gengur erfiðlega að losna við hann. Það verður að koma í ljós hvort eitthvert félag er tilbúið að taka sénsinn á honum,“ sagði David Phelippeau, blaðamaður 20minutes í Frakklandi, við DV. Hans starf er fyrst og fremst að fylgjast með málefnum Nantes.

Slæm tíðindi fyrir landsliðið

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hefur reynt að koma Kolbeini í gang. Framherjinn fékk tækifæri í verkefnum landsliðsins síðasta haust og kom vel út úr þeim. Valið var umdeilt enda hefur Kolbeinn ekki verið að spila með félagsliði sínu. Kolbeinn er einn besti framherji sem Ísland hefur átt og vildi Hamren láta á hann reyna. Ef Kolbeinn finnur sér ekki nýtt lið á næstu vikum er ólíklegt að hann verði í landsliðinu í mars þegar undankeppni Evrópumótsins hefst. „Vahid Halilhodzic, þjálfari Nantes, vill hreinlega ekki nota Kolbein. Það hafa ekki komið fram nein skýr svör um ástæðuna, hann virðist vera á þeirri skoðun að Kolbeinn sé hreinlega ekki nógu góður. Kolbeini hefur aldrei tekist að ná flugi hjá Nantes, meiðslin hafa svo sett stórt strik í reikninginn,“ sagði Phelippeau um stöðuna.

Launapakki Kolbeins svakalegur

Phelippeau heldur því fram að Kolbeinn sé einn launahæsti leikmaður félagsins. Waldemar Kita, forseti félagsins, hefur rætt það en fjölmiðlar í Frakklandi hafa gagnrýnt Kita fyrir að hafa keypt Kolbein sumarið 2015 og gert við hann fimm ára samning. „Kita hefur rætt um hann við fjölmiðla og virðist vera nokkuð reiður, hann hefur samt bara einu sinni rætt þetta. Kita vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór. Kita hefur beðið umboðsmann hans að finna lausn, það hefur ekki tekist. Þetta er eitt stærsta klúðrið frá því að Waldemar Kita tók við Nantes árið 2007. Kolbeinn er mjög dýr leikmaður og átti að verða stjarna liðsins, en það hefur ekki tekist,“ sagði Phelippeau.

Kæmi það til greina hjá Nantes að borga Kolbeini upp samninginn svo hann færi?

„Ég held ekki, launin hans eru svo svakaleg.“

Gæti Kolbeinn fengið tækifæri hjá Nantes?

„Ég hef ekki neina trú á því, ég bara sé það ekki gerast. Svo lengi sem Halilhodzic er þjálfari þá mun ekkert breytast. Kolbeinn virðist ekki eiga neina framtíð hjá Nantes. Eina lausnin virðist vera að framherjinn finni sér nýtt félag.“

Saga Kolbeins frá árinu 2016:

Júní 2016 – Tók þátt í Evrópumótinu 2016 og byrjaði alla leiki Íslands. Var frábær á mótinu.

Ágúst 2016 – Kom tvisvar við sögu í leikjum Nantes.

Ágúst 2016 – Gekk í raðir Galatasaray á láni frá Nantes.

Desember 2016 – Yfirgaf Galatasaray, lék aldrei með félaginu vegna meiðsla.

Maí 2018 – Lék tvo leiki með Nantes sem varamaður.

Maí 2018 – Var ekki valinn í HM-hóp íslenska landsliðsins.

September 2018 – Lék sinn fyrsta landsleik með Íslandi frá því á EM 2016.

Janúar 2019 – Kolbeinn er í vandræðum með að losna frá Nantes og framtíð hans er í óvissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“
433Sport
Í gær

Segir Bale að sýna virðingu – Hefur ekki gert þetta í sex ár

Segir Bale að sýna virðingu – Hefur ekki gert þetta í sex ár
433Sport
Í gær

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Varaði Arnar við því að hann væri að gera hræðileg mistök: ,,Hann hafði rétt fyrir sér“

Varaði Arnar við því að hann væri að gera hræðileg mistök: ,,Hann hafði rétt fyrir sér“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sendi dóttur sinni skilaboð og sagðist aldrei vilja sjá hana aftur: ,,Vertu blessuð'“

Sendi dóttur sinni skilaboð og sagðist aldrei vilja sjá hana aftur: ,,Vertu blessuð'“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrsti hárblásari Solskjær: Pogba var leiður

Fyrsti hárblásari Solskjær: Pogba var leiður
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fór í áfengismeðferð eftir tap gegn Íslandi: Nú hefur hún tekið niður giftingarhringinn – ,,Þú hefur niðurlægt mig aftur“

Fór í áfengismeðferð eftir tap gegn Íslandi: Nú hefur hún tekið niður giftingarhringinn – ,,Þú hefur niðurlægt mig aftur“