fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433

Stöð2 Sport útskýrir af hverju United er ekki í beinni um helgina – ,,Biðjum viðskiptavini okkar velvildar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. september 2018 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við greindum frá í gær eru tuðningsmenn Manchester United á Íslandi eru margir svekktir vegna þess að leikur liðsins gegn Wolves um helgina verður ekki sýndur í beinni útsendingu.

Stöð2 Sport sem hefur réttinn á ensku úrvalsdeildinni getur aðeins sýnt einn leik klukkan 14:00 á laugardag.

Stöðin hefur kosið að sýna leik Liverpool og Southampton, United og Liverpool eiga lang stærstu stuðningsmannahópana hér á landi.

Á síðustu leiktíð breyttist samningurinn um réttinn en áður voru allir leikir í beinni útsendingu.

Stöð2 Sport útskýrir mál sitt í dag en þar segir að þetta sé í fyrsta sinn í tvö ár sem United og Liverpool spila á sama tíma.

,,Ástæða þess að við viljum vekja sérstaka athygli á þessu nú er að stuðningsmannahópur Man Utd á Íslandi er stór, sem og í hópi okkar viðskiptavina. Stöð 2 Sport hefur sýnt alla leiki Man Utd síðastliðin ár,“ skrifar stöðin.

Stuðningsmenn Liverpool verða fyrir því sama síðar í vetur.

,,Þess er ekki kostur þessa helgina og biðjum við viðskiptavini okkar velvildar á því. Þetta er í fyrsta skipti í 2 ár að Premier League setur Liverpool og Man Utd leiki á þessum leiktíma. Þetta mun koma aftur upp í 13. umferð en þá þurfum við að sleppa Liverpool leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Í gær

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá