fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433

Óttast að Hazard fari aldrei – Cahill má ræða við þetta lið

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.

Hér má sjá pakka dagsins.

Hugo Lloris, markvörður Tottenham, gæti misst fyrirliðabandið eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis í gær. (Sun)

Faðir Eden Hazard, leikmanns Chelsea, óttast það að sonur sinn muni aldrei fara til Real Madrid. (Mirror)

Steve Bruce, stjóri Aston Villa, hefur staðfest það að félagið vilji fá framherjann Tammy Abraham frá Chelsea sé hann fáanlegur. (Birmingham Mail)

RB Leipzig í Þýskalandi undirbýr fjórða tilboð sitt í Ademola Lookmann, leikmann Everton. (Mirror)

Chelsea hefur ákveðið að leyfa tyrknenska félaginu Galatasaray að ræða við varnarmanninn Gary Cahill. (Fotomac)

Rafinha, leikmaður Barcelona, ferðaðist ekki með liðinu til Vallodolid en hann er orðaður við Real Betis. (Sport)

Yoshinori Muto, nýr framherji Newcastle, segist hafa hafnað Chelsea fyrir tveimur árum því hann vildi ekki vera sendur annað á láni. (Telegraph)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“