fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Chelsea vann Arsenal í stórskemmtilegum leik

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. ágúst 2018 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea 3-2 Arsenal
1-0 Pedro(9′)
2-0 Alvaro Morata(20′)
2-1 Henrikh Mkhitaryan(37′)
2-2 Alex Iwobi(41′)
3-2 Marcos Alonso(81′)

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Chelsea og Arsenal áttust við á Stamford Bridge.

Það var boðið upp á gríðarlega fjörugan fyrri hálfleik í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð í London.

Chelsea byrjaði betur og komst í 2-0 en þeir Pedro og Alvaro Morata sáu um að gera mörk heimamanna.

Útlitið var því svart fyrir gestina en Arsenal svaraði frábærlega og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

Henrikh Mkhitaryan byrjaði á því að minnka muninn fyrir Arsenal með fínu skoti áður en Alex Iwobi jafnaði metin í 2-2.

Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur en þeir bláklæddu gerðu eina markið er bakvörðurinn Marcos Alonso skoraði.

Eden Hazard átti gott hlaup á vinstri vængnum og fann Alonso í vítateignum sem tryggði Chelsea 3-2 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að
433Sport
Í gær

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Í gær

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli