fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Chelsea vann Arsenal í stórskemmtilegum leik

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. ágúst 2018 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea 3-2 Arsenal
1-0 Pedro(9′)
2-0 Alvaro Morata(20′)
2-1 Henrikh Mkhitaryan(37′)
2-2 Alex Iwobi(41′)
3-2 Marcos Alonso(81′)

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Chelsea og Arsenal áttust við á Stamford Bridge.

Það var boðið upp á gríðarlega fjörugan fyrri hálfleik í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð í London.

Chelsea byrjaði betur og komst í 2-0 en þeir Pedro og Alvaro Morata sáu um að gera mörk heimamanna.

Útlitið var því svart fyrir gestina en Arsenal svaraði frábærlega og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

Henrikh Mkhitaryan byrjaði á því að minnka muninn fyrir Arsenal með fínu skoti áður en Alex Iwobi jafnaði metin í 2-2.

Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur en þeir bláklæddu gerðu eina markið er bakvörðurinn Marcos Alonso skoraði.

Eden Hazard átti gott hlaup á vinstri vængnum og fann Alonso í vítateignum sem tryggði Chelsea 3-2 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona