fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433

Chelsea með gríðarlega mikilvægan sigur á Liverpool – Arsenal slátraði Burnley

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. maí 2018 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Chelsea vann afar mikilvægan sigur á Liverpool þar sem að Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu.

Chelsea er nú komið í 69 stig og er einungis þremur stigum á eftir Liverpool og á leik til góða á rauðliða.

Þá tók Arsenal á móti Burnley þar sem að heimamenn gjörsamlega slátruðu gestunum með fimm mörkum gegn engu í síðasta heimaleik Arsene Wenger.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði gestanna í dag en var skipt af velli á 89. mínútu fyrir Nahki Wells.

Arsenal er því öruggt með sjötta sæti deildarinnar en Burnley mun ljúka keppni í sjöunda sæti deildarinnar sem er frábær árangur.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Arsenal 5 – 0 Burnley
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang (14′)
2-0 Alexandre Lacazette (45′)
3-0 Sead Kolasinac (54′)
4-0 Alex Iwobi (64′)
5-0 Pierre-Emerick Aubameyang (75′)

Chelsea 1 – 0 Liverpool
1-0 Olivier Giroud (32′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild