Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, segir að hann sé öðruvísi en allir aðrir leikmenn liðsins.
Lacazette byrjaði á bekknum í 3-1 sigri á West Ham um helgina en átti virkilega góða innkomu í þeim leik.
,,Ég vissi að ég gæti hjálpað liðinu. Það sem ég geri er öðruvísi en það sem allir aðrir leikmenn gera,“ sagði Lacazette.
,,Ég vil bara fá að spila og hjálpa liðinu eins og ég get. Þegar þú kemur inn af bekknum verðuru að hjálpa liðsfélögunum.“
,,Það er það sem ég reyndi að gera og augljóslega hjálpaði það okkur að ná í þrjú stig.“