Erik Hamrén, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti hópinn sem mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í september, en um er að ræða fyrstu leiki hans með A landsliði karla.
Nokkur tíðindi eru í valinu og er Kolbeinn Sigþórsson kominn aftur í hópinn eftir að hafa glímt við erfið meiðsli síðan á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki með vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af Alfreð Finnbogasyni. Þá er Ragnar Sigurðsson í hópnum en hann hafði gefið til kynna eftir að HM lauk að hann væri hættur með landsliðinu.
Albert Guðmundsson er ekki í hópnum en hann verður í verkefnum með U21 árs landsliðinu þar sem hann er algjör lykilmaður.
Markmenn
Hannes Halldórsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Frederik Schram
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson
Ari Freyr Skúlason
Hörður Björgvin Magnússon
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Hólmar Örn Eyjólfsson
Sverrir Ingi Ingason
Jón Guðni Fjóluson
Miðjumenn
Emil Hallfreðsson
Gylfi Sigurðsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Birkir Bjarnason
Arnór Ingvi Traustason
Rúrik Gíslason
Jóhann Berg Guðmundsson
Sóknarmenn
Björn Bergmann Sigurðarson
Jón Daði Böðvarsson
Viðar Örn Kjartansson
Kolbeinn Sigþórssson