fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Real Madrid í úrslit Meistaradeildarinnar eftir jafntefli gegn Bayern Munich

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. maí 2018 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid 2 – 2 Bayern Munich
0-1 Joshua Kimmich (3′)
1-1 Karim Benzema (11′)
2-1 Karim Benzema (46′)
2-2 James Rodriguez (63′)

Real Madrid tók á móti Bayern Munich í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Joshua Kimmich kom gestunum yfir strax 3. mínútu en Karim Benzema jafnaði metin fyrir Real Madrid, átta mínútum síðar.

Bæjarar pressuðu heimamenn stíft allan fyrri hálfleikinn og fengu nokkur góð færi en tókst ekki að skora og staðan því 1-1 í leikhléi.

Á 46. mínútu gerði Sven Ulreich, markmaður gestanna sig sekan um skelfileg mistök þegar hann ætlaði að hreinsa frá marki.

Hann hitti ekki boltann, rann á rassinn og Karim Benzema þurfti bara að rúlla boltanum yfir línuna, sem og hann gerði og staðan því orðin 2-1 fyrir Real Madrid.

James Rodriguez, sóknarmaður Bayern Munich jafnaði hins vegar metin fyrir Bæjara á 63. mínútu og opnaði einvígið upp á gátt.

Gestirnir reyndu allt sem þeir gátu til þess að skora þriðja markið en heimamenn vörðust vel og lokatölur því 2-2 í hörkuleik.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Real Madrid og Real vinnur því viðureignina, samanlagt 4-3 og er spænska liðið því komið í úrslit keppninnar, þriðja árið í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leiðtogahópur United byrjaður að taka á vandamálum

Leiðtogahópur United byrjaður að taka á vandamálum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mistök búningastjórans vekja athygli – Sjáðu myndina

Mistök búningastjórans vekja athygli – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“
433Sport
Í gær

Manchester City blandar sér í baráttuna – Chelsea of lengi að hlutunum

Manchester City blandar sér í baráttuna – Chelsea of lengi að hlutunum
433Sport
Í gær

Björgvin Brimi á leið til Englands á reynslu

Björgvin Brimi á leið til Englands á reynslu
433Sport
Í gær

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“
433Sport
Í gær

Sesko vonast til að hitta Zlatan

Sesko vonast til að hitta Zlatan