Frá febrúar árið 2017 út janúar 2018 greiddi Liverpool umboðsmönnum knattspyrnumanna hæstu upphæðina.
Samtals greiddi Liverpool umboðsmönnum meira en 26 milljónir punda. Þar kemur inn salan á Philippe Coutinho, kaupin á Virgil van Dijk og fleira í þeim dúr.
Chelsea fylgir þar fast á eftir með rúmar 25 milljónir punda í greiðslur til umboðsmanna.
Manchester City greiddi rúmar 23 milljónir punda og Manchester United 18 milljónir punda.
Tottenham greiddi ekki nema 7 milljónir punda og Arsenal rúmar 10 milljónir punda.
Það er minna en Watford greiddi. Samtals greiddu ensk lið 211 milljónir punda til umboðsmanna á þessu tímabili.