Sonur Sáms á leið í aðgerð

David Berkowitz, sem hélt íbúum New York í heljargreipum á áttunda áratug liðinnar aldar, þarf að gangast undir hjartaaðgerð.

Berkowitz, sem er 64 ára, var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða sex konur og særa sjö manns árið 1976. Fórnarlömb sín valdi hann af tilviljun en David gekk undir nafninu Son of Sam, eða Sonur Sáms.

David dvelur nú á spítala en þarf að gangast undir aðgerð. Hann getur sótt um reynslulausn næst í maímánuði og hefur síðan hann var dæmdur lýst iðrun á gjörðum sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.