fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Flokkseigendur fá sitt

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafi einhverjir talið mögulegt að Framsóknar- og Miðflokkurinn myndu sameinast aftur telja þeir sem til þekkja í flokkunum að slíkar vangaveltur séu nú endanlega úr sögunni.

Margir þeirra sem hættu stuðningi við Framsóknarflokkinn og stofnuðu Miðflokkinn litu ekki á Sigurð Inga sem höfuðandstæðing sinn heldur sem leiksopp flokkseigendafélagsins. Þeir sem hafi verið einna virkastir í að undirbúa flokksþingið og atburðina sem þar urðu hafi verið vinirnir Ásmundur Einar Daðason og Helgi Haukur Hauksson. Þeir hafa verið samstarfsmenn í viðskiptum til margra ára og eru nátengdir Kaupfélagi Skagfirðinga.

Miðflokksmenn segja Helga Hauk hafa verið leiðandi í að breyta kjörskrám flokksþingsins með þeim afleiðingum að fjölda stuðningsmanna Sigmundar Davíðs hafi verið vísað frá við kjörklefana. Einnig hafi hann hringt hundruð, frekar en tugi, símtala til að bera út gróusögur um Sigmund og sannfæra fólk um að kjósa Sigurð Inga.

Þegar ríkisstjórnin var mynduð grínaðist Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, með það á samfélagsmiðlum að Framsóknarflokkurinn þyrfti þrjú ráðherrasæti, eitt fyrir formann, eitt fyrir varaformann og eitt fyrir flokkseigandann.

Svo fór að Ásmundur Einar Daðason var gerður að félagsmálaráðherra, flestum konum í þingflokknum til mikillar armæðu. Nú er svo búið að ráða nýjan framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sá heitir Helgi Haukur Hauksson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi