fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Vanstilltur Jón Þór

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil list að koma í ræðustól Alþingis og láta höggin dynja á andstæðingum sínum þannig að undan svíði. Í slíkum atgangi þarf að huga að mörgu. Að draga menn sundur og saman í hæðni er alltaf vinsælt og stundum getur það gengið að byrsta sig harkalega úr pontu. Það er hins vegar ekki sama hvernig slíkt er gert. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, missti gjörsamlega alla stjórn á sér í ræðustól Alþingis á fimmtudag í umræðum um skipan dómara í Landsrétt. Öskraði hann út í þingsalinn í vanstillingu og sagði að ekki væru allir þingmenn lögfræðingar. „Við þurfum fokking tíma til að geta unnið þetta mál,“ æpti Jón Þór og var réttilega áminntur fyrir vikið af forseta þingsins, raunar má velta fyrir sér hvort ekki hefði átt að víta hann fyrir upphlaupið. Jón Þór baðst afsökunar á orðnotkuninni en ákvað engu að síður að ástæða væri til að halda ræðu sinni áfram, æpandi. Flokkur sem hefur svona fulltrúa getur ekki ætlast til þess að verða tekinn alvarlega og því verða Píratar alltaf afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns