Aðrar kosningar fljótt

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mikið hefur mætt á stjórnmálamönnum sem hafa verið á þeytingi fyrir kosningar að boða boðskapinn. Nokkurrar þreytu gætir hjá almenningi, sem gekk til kosninga fyrir ári og svo aftur í ár og á næsta ári verða sveitarstjórnarkosningar. Egill Helgason veðjar á að sveitarstjórnarkosningarnar verði ekki einu kosningarnar næsta ár. Hann segir um þessar þingkosningar: „Líklegasta niðurstaða kosninganna er sem sagt veik ríkisstjórn sem verður klastrað saman eftir langt þref. Minnihlutastjórn gæti það orðið – en hún yrði ekki sterkari. Svo fengjum við aðrar kosningar fljótt – kannski bara á næsta ári.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.