Dælur Atlantsolíu á einni flottustu ljósmynd ársins 2017

DV hafði samband við Atlantsolíu og fékk það staðfest að þetta sé bensínstöðin í Borgarnesi.
DV hafði samband við Atlantsolíu og fékk það staðfest að þetta sé bensínstöðin í Borgarnesi.
Mynd: Chul-ui Song

Bensínstöð Atlantsolíu í Borgarnesi má finna á ljósmynd sem tilnefnd er til Sony-ljósmyndaverðlaunanna. Þetta er í tíunda sinn sem þessi verðlaun verða veitt, en ásamt bensíndælunum í Borgarnesi má finna myndir af flamingófuglum, tignarlegum fossum, stjörnubjartan himinn og hvalsporð sem er einnig frá Íslandi. Verðlaunin eru á vegum ljósmyndadeildar Sony og er verðlaunaféið rúmlega 2,6 milljónir í peningum.

Myndina af bensínstöðinni tók suður-kóreski ljósmyndarinnar Chul-ui Song. „Ég fann bensínstöð fyrir tilviljun eftir að hafa keyrt um í snjónum í meira en fjóra tíma,“ segir Song í útskýringu með myndinni.

Hér má sjá fleiri myndir sem tilnefndar eru til Sony-ljósmyndaverðlaunanna.

Keppendur í þríþraut í Dusseldorf.
Keppendur í þríþraut í Dusseldorf.

Hvalur við Íslandsstrendur.
Hvalur við Íslandsstrendur.

Viti á Kanaríeyjum, Myndavélin stóð á sama stað í 17 klukkutíma til að ná himninum.
Viti á Kanaríeyjum, Myndavélin stóð á sama stað í 17 klukkutíma til að ná himninum.

Skógarfoss.
Skógarfoss.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.