fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Jólin eru komin í CrossFit Hafnarfirði

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 9. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem annar hver Íslendingur stundi CrossFit í dag enda ekki að undra, því æfingakerfið er sniðið að því að vera fjölbreytilegt og skemmtilegt fyrir alla iðkendur. CrossFit-æfingar eru síbreytilegar virkar hreyfingar þar sem fólk ýtir, togar, lyftir, hleypur, gerir hnébeygjur og fleira af eins mikilli ákefð og viðkomandi treystir sér til. Æfingarnar er allar hægt að skala svo henti hverjum og einum, sem þýðir að nýr iðkandi og alvanur CrossFit-iðkandi geta lokið við sömu æfingu með mismundandi þyngd og ákefð. „Langflestir skala niður í byrjun og taka minni þyngdir en svo vinna þeir sig upp eftir því sem styrkur og geta er meiri,“ segir Helga Guðmundsdóttir, þjálfari, framkvæmdastjóri og eigandi CrossFit Hafnarfjarðar.

Crossfit Hafnarfjörður

Skemmtu þér við að ná árangri

Æfingar eru sjaldnast lengri en 50-55 mínútur og því auðvelt að koma því fyrir hjá tímabundnasta fólki sem hefur sannfært sig um að hafa ekki tíma fyrir líkamsrækt. Hver einasta æfing er jafnframt frábrugðin annarri og því leiðist iðkanda aldrei á CrossFit-æfingu. „Það er alltaf góð stemning á æfingum hjá okkur í CrossFit Hafnarfirði með góðri tónlist, skemmtilegu fólki og framúrskarandi þjálfurum. Æfingar eru sniðnar til þess að stunda bæði einar og sér eða sem viðbót við þá íþrótt sem viðkomandi stundar fyrir. Hvort heldur sem er þá skila þær árangri og auka snerpu, styrk og liðleika iðkanda.“

Crossfit Hafnarfjörður

Jólastemning í CrossFit

CrossFit Hafnarfjörður er mjög fjölskylduvæn stöð. „Hingað getur öll fjölskyldan komið til að æfa CrossFit. Við erum með barnatíma 9-12 ára og svo unglingatíma 13-16 ára. Rétt fyrir jólin núna í desember erum við með heilmikla jólastemningu á stöðinni. Til dæmis erum við með jólafjölskylduæfingu þar sem börnunum er leyft að koma og æfa með foreldrunum. Svo höldum við litlu jól eftirá með piparkökum og tilheyrandi.“

Crossfit Hafnarfjörður

13 jólasveinar, 13 æfingar

Einnig erum við með jólaþemaæfingar frá 11. des – 24. des. Um er að ræða 13 æfingar sem heita eftir jólasveinunum og eru framkvæmdar fram að jólum. Við hverja æfingu fer nafn iðkanda í happdrættispott sem er svo dregið úr. Því oftar sem iðkandi mætir á æfingu, því fleiri mismunandi jólasveinaæfingar nær hann að taka og því meiri líkur eru á að iðkandi vinni veglegan happdrættisvinning. „Þetta gerum við til þess að hvetja iðkendur okkar að mæta á æfingu þrátt fyrir jólastressið. Það er svo gott að mæta á æfingu og fá líkamlega útrás fyrir öllu áreitinu.“

Crossfit Hafnarfjörður

Gamlársstemning í CrossFit

„Á gamlársdag erum við með Bjór WoD (Workout of the Day). Bjóræfing dagsins fer þannig fram að iðkandi tekur þrjú sett af æfingum og inn á milli þarf hann að þamba einn bjór. Þeir sem ekki drekka bjór taka burpees æfingu í staðinn. Það myndast alltaf stórskemmtileg stemning á þessum æfingum og ófáir sem þurfa að skjótast út fyrir og skila bjórnum,“ segir Helga og hlær.

 

„Langflestir byrja hjá okkur í janúar en að sjálfsögðu tökum við við nýjum iðkendum allan ársins hring.“

 

Nánari upplýsingar um skráningu má finna á cfh.is

Hvaleyrarbraut 41, 220 Hafnarfirði

Sími: 571-6905 eða 659-9599

Netfang: cfhiceland@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum