fbpx
Laugardagur 23.febrúar 2019
Kynning

Veturinn er kominn í Nítró

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 1. febrúar 2019 18:00

Alpha One sleðinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítró hefur lengi verið þekkt á meðal mótorhjóla- og fjórhjólafólks en það eru færri sem vita að Nítró þjónustar einnig allt sem viðkemur vetrarsporti.

Fyrst má nefna Arctic Cat vélsleðana sem þeir selja, en Arctic Cat kynnti til sögunnar í vetur einn byltingarkenndasta vélsleða sem komið hefur fram á sjónarsviðið í langan tíma, en það er Alpha One sem er bara með einn leiðara í búkka og gerir hann einstaklega skemmtilegan í akstri. Að sjálfsögðu býður Arctic Cat áfram upp á M8000, Hardcore og Mountain Cat sem hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt.

En Nítró einblínir ekki bara á Arctic Cat því þar er hægt að fá ýmsa slit- og aukahluti fyrir allar tegundir vélsleða t.d. rífara, nagla, meiða, karbíta, sleðahjól (dollies), hita í handföng og ýmislegt fleira. Einnig er hægt að sérpanta véla- og varahluti í nær allar tegundir vélsleða. Nítró er í umboðsaðili fyrir Kimpex sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í vélsleðasportinu með hundruð vöruflokka. Einnig sjá þeir um vélahluti í gegnum CVTech sem sérhæfir sig í þeim.

Nýjasta æðið í vetrarsportinu er svokölluð snjóhjól, en það eru torfæruhjól sem beltabúnaður og skíði eru sett undir. Í Nítró er að finna beltabúnað frá Yeti og Motortrax í nokkrum mismunandi útgáfum.

Hlý föt fyrir sportið

En það er ekki nóg að eiga góð tæki, því það þarf líka að klæða sig rétt þegar kuldaboli bítur í kinnar. Í versluninni er að finna allan fatnað í vetrarsportið; heilgalla, úlpur, buxur, ásamt skóm, hönskum, undirfötum og hjálmum frá toppframleiðendum eins og FXR, Motorfist, CKX, Airoh og fleirum. Og þeir sem vilja setja öryggið á oddinn þá fást snjóflóðapokar, ýlur og stangir frá BCA í versluninni.

Sumarið í Nítró

Þegar sól hækkar á lofti fyllist búðin af sumarvörum. Ein allra vinsælasta fermingargjöf síðustu ára hefur verið vespa og hefur Nítró verið í fararbroddi á þeim markaði með Znen bensínsvespurnar og ZTech rafmagnsvespurnar. Það þarf einungis að vera 13 ára til að mega aka þeim og það þarf hvorki að skrá þær né tryggja.

Svo er líka gott að minna á CFMoto fjórhjólin og buggy-bílana, Kawasaki og Beta mótorhjólin og allan búnað og fatnað ásamt vara- og aukahlutum sem viðkoma mótorsportinu.

Og þeir sem þurfa að láta gera við tæki þurfa ekki að leita langt yfir skammt því fullkomið verkstæði er á staðnum sem sinnir öllum gerðum og tegundum tækja, hvort sem þau eru á tveimur hjólum, fjórum eða á belti. Nú er sérstakt tilboð á vetrarskoðun fyrir vélsleða á verkstæðinu sem stendur út mars.

 

Versluninn og verkstæðið eru í 1.000 fermetra húsnæði að Urðarhvarfi 4.

Opið í versluninni kl. 10.00–18.00 alla virka daga.

Heimasíðan nitro.is hefur verið mikið endurnýjuð og er enn í vinnslu. Þar er að finna alla vöruflokka sem verslunin selur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Taktu fyrsta skrefið með Verksýn

Taktu fyrsta skrefið með Verksýn
Kynning
Fyrir 5 dögum

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara
Kynning
Fyrir 6 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 6 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Jógasetrið: Þar sem jóga er fyrir alla

Jógasetrið: Þar sem jóga er fyrir alla