fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Kynning

Meba: Rótgróið fjölskyldufyrirtæki – fjölbreytt íslensk skartgripahönnun

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. september 2018 08:00

Armband úr línunni Hrím eftir Ásu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem leggur áherslu á mikla þjónustu. Mikið úrval af íslenskri skartgripahönnun er líka aðalsmerki okkar. Við fórum að auka mjög úrvalið af íslenskri hönnun í kringum 2009 en hún tók einmitt að blómstra á þeim tíma,“ segir Unnur Eir Björnsdóttir hjá Meba. Unnur er gullsmiður og hannar sjálf marga af þeim fallegu skartgripum sem Meba er með. Systir hennar, Eva Björnsdóttir, hannar einnig gripi í verslunum fyrirtækisins en einnig koma margir aðrir íslenskir gullsmiðir við sögu með sín verk.

Armbönd úr línunni Flétta eftir Orra Finn

„Hver og einn hönnuður hefur sinn persónulega stíl og samanlagt er þetta mjög breitt úrval af ólíkum skartgripum,“ segir Unnur og bætir við að verðbilið sé mjög breitt. „Það hefur alltaf verið okkar áhersla að bjóða á upp á vörur á mjög breiðu verðbili þannig að allir geta fundið eitthvað við hæfi hjá okkur, sama hver fjárráðin eða tilefnið eru.“

Eyrnalokkar úr línunni Fuglar eftir SEB

Meba á sér afar merka sögu en fyrirtækið fagnaði 70 ára afmæli í fyrra. Í dag eru verslanirnar tvær, önnur í Kringlunni en hin í Smáralind. Fyrirtækið var hins vegar stofnað á Barónsstígnum árið 1947 og hefur einnig í langri sögu sinni verið til húsa við Laugaveg.

Hálsmen úr línunni Bauja eftir Unni Eir

Bæði afi og faðir Unnar voru úrsmiðir og stofnaði afinn fyrirtækið. Hét það upphaflega Magnús E. Baldvinsson – Úr og skartgripir, en við flutning fyrirtækisins í Kringluna var tekið upp nafnið Meba, það er sett saman úr nöfnum þáverandi aðaleigenda, afa og föður Unnar, þeirra Magnúsar Baldvinssonar og Björns Árna Ágústssonar.

Stjörnumerki eftir Sif Jakobs

Íslensk hönnun, góð þjónusta og breitt úrval eru helstu aðalsmerki Meba. „Á verkstæði okkar eru gullsmiðir, úrsmiðir og áletrunarþjónusta og reynum við að uppfylla óskir viðskiptavina okkar eins vel og við getum,“ segir Unnur.

Hringur úr línunni Maya eftir Evu (Eva Jewellery)

Á myndum sem fylgja greininni má sjá nokkur sýnishorn af fjölbreyttri, íslenskri skartgripahönnun frá Meba.

Hálsmenn úr línunni Unicorn frá By Lovisa
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Kynning
Fyrir 2 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 2 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 3 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 5 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn