Lífsstíll

Strandaskel: Hágæða ræktuð bláskel úr Steingrímsfirði á Ströndum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. júlí 2018 11:00

Skelfiskræktun er umhverfisvæn atvinnugrein sem skilar af sér framúrskarandi og lostætri afurð. ST2 á Drangsnesi hefur síðustu rúmlega tíu árin stundað skelfiskræktun í Steingrímsfirði á Ströndum, samhliða annarri útgerð. Félagið er með tvö fiskiskip, dragnótarbát og minni bát og þessi skipakostur útgerðarinnar er samnýttur í skelfiskræktunina.

Halldór Logi Friðgeirsson hefur haft veg og vanda af skelfiskræktuninni en ST2 er í eigu foreldra hans. Síðar stofnuðu ST2, Fiskvinnslan Drangur og fleiri félög Strandaskel til að sjá um vinnslu og sölu á afurðum. Þessa dagana siglir Halldór á bátnum Sigureyju ST-22 og sækir skelina. „Við köllum þetta uppskeru fremur en veiðar en það er þriggja ára ferli að rækta skel,“ segir Halldór. Skelin sem hann kemur með upp á land núna er því þriggja ára gömul.

„Við erum með skelfiskvinnslu hérna á staðnum og bjóðum upp á ferska bláskel en einnig forsoðna og frysta. Forsoðin og fryst afurð frá okkur er til sölu í verslunum Bónus en ferskur skelfiskur frá okkur er á flestum betri veitingahúsum í Reykjavík,“ segir Halldór. Á markaðnum og veitingahúsunum er afurðin titluð Strandaskel frá Dóra á Drangsnesi. Veitingastaðir eru stoltir af að bjóða upp á þetta lostæti enda er Strandaskelin rómuð:

„Þetta er mjög góð skel með afskaplega mikla holdfyllingu, það hefur hvergi annars staðar mælst eins mikil holdfylling,“ segir Halldór.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni drangur.is og á Facebook-síðunni Strandaskel. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið drangur@drangsnes.is og símanúmer eru 451-3239, 898-3239 og 899-5568.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kærkomið kaffihús í Hólmgarði

Kaffihús var opnað í Sigurjónsbakaríi í sumar

Kærkomið kaffihús í Hólmgarði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Nýir símar í sérflokki – Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Nýir símar í sérflokki – Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Lindarfiskur – Ferskasti fiskurinn á landinu

Lindarfiskur – Ferskasti fiskurinn á landinu
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Flest sem lýtur að smíði og garðvinnu

Matti smiður

Flest sem lýtur að smíði og garðvinnu
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur
Lífsstíll
Fyrir 3 vikum

Krydd er í hjarta Hafnarfjarðar: Humarsalat, grís í kleinuhring og fleiri snilldarverk

Krydd er í hjarta Hafnarfjarðar: Humarsalat, grís í kleinuhring og fleiri snilldarverk