fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Upplifun á Erpsstöðum: Áningarstaður fjölskyldunnar fyrir vestan

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að hafa þetta barn- og fjölskylduvænt, hér er aðgengi að dýrunum og leiktækjaaðstaða fyrir krakkana,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson sem rekur Rjómabúið Erpsstaði við Búðardal ásamt eiginkonu sinni, Helgu Elínborgu Guðmundsdóttur.

Sauðfjárbúskapur lagðist af á Erpsstöðum um aldamótin en hjónin hófu uppbyggingu á staðnum nokkrum árum eftir það. Vorið 2009 varð rjómabúið til en þá hófu þau Þorgrímur og Helga ísframleiðslu. Síðan þá hefur orðið mikil vöruþróun og aukin afþreying á staðnum svo Erpsstaðir eru orðnir nánast ómissandi áningarstaður fyrir fjölskyldur sem eiga leið um héraðið.

„Fyrir svona tveimur til þremur árum var það þannig að margir stoppuðu bara til að fá sér ís en uppgötvuðu svo aðrar vörur í leiðinni, sem og dýrin, þannig að fyrirhugað fimm mínútna stopp varð að hálf- til klukkutíma stoppi. Núna er það meira þannig að Íslendingarnir sem hingað koma eru flestir meðvitaðir um hvað er í boði hér, þeir fá sér ís og fara svo út í góða veðrið og leika sér, koma svo inn aftur og kaupa eitthvað til taka með sér heim.“

Að sögn eru erlendir ferðamenn í töluverðum meirihluta þeirra sem koma á Erpsstaði heilt yfir árið en um hásumarið eru Íslendingar í meirihluta. Opið er frá 11 til 18 og þó lengur ef gestir eru enn á staðnum „Við lokum yfirleitt ekki fyrr en traffíkin er búin,“ segir Þorgrímur.

Fyrr í vor var opnuð sýning um skyr og skyrgerð á Erpsstöðum, en vegna ísframleiðslunnar fellur til óhemju magn af undanrennu sem er umbreytt í gamaldags sveitaskyr. Íslenska skyrið er orðið hluti af „slow food“ og komst þar inn sem „presidium“ fyrir um tveimur árum. „Erlendir ferðamenn sem hingað koma vilja margir hverjir ólmir bragða á skyri eins og það var upphaflega og verða ekki fyrir vonbrigðum. Skyrið okkar er þykkt og með súrum keim, engu bætt í það. Þegar þeir eru búnir að smakka fá þeir aðgang að bragðefnum og eru fíflasírópið og rabarbarasírópið vinsælustu bragðefnin hjá þeim,“ segir Þorgrímur.

Ísinn sem framleiddur er á Erpsstöðum ber heitið Kjaftæði, er hann boðinn í mörgum bragðtegundum og þykir einstaklega bragðgóður. Notast er við ýmis bragðefni úr íslenskri náttúru, svo sem rabarbara, fíflasíróp og ber. Auk íss eru í boði ostar og hið fræga skyrkonfekt, sérhönnuð sælkeravara, konfekt sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi.

Gott aðgengi er að dýrunum fyrir gesti, nokkuð sem ekki síst börnin kunna vel að meta, en þau fá til dæmis að horfa á kýrnar mjólkaðar. Þá er leiktækjaaðstaða á staðnum fyrir börnin. Þá er boðið upp á skoðunarferðir um staðinn og gestir fræddir um framleiðsluna.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni erpsstadir.is og Facebook-síðunni Rjómabúið Erpsstaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum