fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Snæfellsjökulshlaupið: Einstaklega falleg hlaupaleið

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæfellsjökulshlaupið verður haldið í áttunda sinn þann 30. júní næstkomandi. Hlaupin er 22 km leið frá Arnarstapa, eftir Snæfellsjökli og inn á Ólafsvík þar sem hlaupið endar í miðbænum. Ólafsvík er í þægilegri, tveggja og hálfs klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og undanfarin ár hafa margir hlauparar úr höfuðborginni, sem og víða annars staðar af landinu, spreytt sig á Snæfellsjökulshlaupinu, enda er það mikil upplifun með dýrlegu útsýni.

Hjónin Rán Kristinsdóttir og Fannar Baldursson stofnuðu hlaupið fyrir átta árum og segir Rán að þetta hafi bara verið hugmynd sem kviknaði hjá þeim, umhverfið þarna sé mjög heillandi og sjálf hafi þau hlaupið töluvert um ævina.

„Vinsældir hlaupsins hafa farið stigvaxandi. Fyrsta árið voru þátttakendur um 50 en í fyrra voru þeir komnir upp í 211,“ segir Rán, en fyrir marga er þetta hlaup töluverð áskorun á meðan vanir hlauparar fara kannski þokkalega létt í gegnum það.

Hlaupatími hjá flestum er 2-3 klukkutímar en tíminn er að jafnaði lakari en í götuhlaupi, þar sem undirlagið er erfiðara. „Þetta byrjar í upphækkun og þannig eru fyrstu sjö kílómetrarnir. Þetta er 800 metra hækkun. Þá geta allt að sex kílómetrar verið í snjó og eitthvað jafnvel í drullu, þannig að þetta tekur á,“ segir Rán. Margir hlauparar hafa hins vegar gaman af að kljást við svo fjölbreytt undirlag. Stór hluti hlaupaleiðarinnar er á möl og lokaspölurinn á malbiki.

Ræst verður klukkan 12 á hádegi laugardaginn 30. júní. Rán segir að hingað til hafi þau haft opið fyrir skráningu alveg fram að keppnisdegi en ef fjöldinn verður mjög mikill núna gætu þau þurft að loka fyrir skráningu fyrr. Einnig er boðið upp á rútuferð frá Ólafsvík að Arnarstapa sem stór hluti keppenda nýtir sér og þarf að skrá sig í rútuna fyrirfram. Yfirleitt þarf 2-3 rútur til að ferja þann hluta keppenda sem velur þennan kost.

Rán segir að þau hafi verið mjög heppin með veður í hlaupinu hingað til og vonar hún innilega að sú verði raunin líka að þessu sinni. „Ef það er tært yfir jöklinum þá er útsýnið alveg geggjað og þetta er meiriháttar upplifun enda hlaupaleiðin afskaplega falleg.“

Nánari upplýsingar og skráning eru á hlaup.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum