fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

KIDKA – Næstum hálf öld af prjónaskap: Svona er peysan þín búin til

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KIDKA er framsækið framleiðslufyrirtæki prjónavara sem hvílir á gömlum grunni. Uppruni fyrirtækisins er rakinn til Prjóna- og saumastofunnar sem stofnuð var á Hvammstanga árið 1972. Þau Irina Kamp og Kristinn Karlsson keyptu Prjóna- og saumastofuna árið 2008 og breyttu nafninu í KIDKA.

KIDKA framleiðir sína eigin vörulínu úr íslenskri ull, hágæða vörur, fallegar og þægilegar flíkur sem fylgja alltaf nýjustu tískustraumum. Framleiðslan fer eingöngu fram á Íslandi, í prjónaverksmiðju KIDKA að Höfðabraut 3, Hvammstanga.

Hönnunin á vörunum er mjög fjölbreytt. Finna má sígilda liti og norræn mynstur ásamt nýjustu tískustraumum ullarframleiðslunnar. Hvergi á framleiðslustiginu fer ullin úr landi og því er um að ræða alíslenskar vörur – auk þess sem framleiðslan skapar dýrmæt störf í Húnaþingi.

Ullarvörurnar frá KIDKA eru prjónaðar í prjónavélum. Ullin er þvegin, burstuð og meðhöndluð með gufu sem gerir hana mýkri og léttari en ullina sem er notuð í handprjónaðar ullarvörur. Ullin heldur samt sem áður sínum mikilvægasta eiginleika, það er að halda hita á líkamanum allt árið.

Vörurnar frá KIDKA má finna í verslunum víða um land. Einnig rekur KIDKA öfluga vefverslun á síðunni kidka.com. Enn fremur er verslun í höfuðstöðvum KIDKA að Höfðabraut 34, Hvammstanga. Þangað er gaman að koma og skoða vörurnar  auk þess sem hægt er að fylgjast með framleiðsluferli varanna í verksmiðjunni. Þannig getur þú til dæmis séð hvernig peysan þín verður til. Heimsókn í KIDKA er því prýðilegur hluti af ferð um héraðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum