fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

FPd design Symbols of Life: Einstakir gripir með mikla þýðingu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 09:00

Herrahringir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfurskartgripirnir hennar Fríðu Pálmadóttur hafa fengið lof hvar sem þeir hafa sést enda eru gripirnir fallegir og margir hverjir algerlega einstakir.

Innblástur frá náttúrunni

„Ég fæ mikinn innblástur frá náttúrunni og hef til dæmis hannað línur með stuðlaberg og regndropa í huga. Einnig hannaði ég línu með fjöruna í forgrunni. Svo hef ég verið að prófa mig áfram með mánaðarsteina og hefur fólk tekið ótrúlega vel í það,“ segir Fríða. Nýjasta lína Fríðu heitir Máni og hannaði hún þá línu í samstarfi við unga systurdóttur sína.

Fjaran

Lífstáknin og merkingin

„Þegar ég hanna nýjan skartgrip er ég nánast alltaf með lífstáknin fjögur í huga. Þaðan kemur nafnið Symbols of Life á hönnunarfyrirtækinu. Lífstáknin eru sem sagt eldur, vatn, jörð og loft og mætti tengja allt sem ég hef hannað við þessi fjögur lífstákn. Fyrsta línan mín hét svo Lífstáknið og notaði ég þá táknin beint í hönnunina. Svo bætti ég við zirkon-steinum sem táknuðu andann. Í síðari línum hef ég leyft mér að túlka þessi fjögur fyrirbæri lengra og leikið mér meira með þau,“ segir Fríða. Galdrastafir og rúnir eru Fríðu líka hugleikin tákn um hið forna og finnst henni gaman að hanna og smíða þau. Hefur hún einnig verið að smíða skartgripi með áletruðum rúnum og táknum; táknum eins og von, angurgapi, ósk, ást og samsettar rúnir sem mynda orðið Ísland. „Skemmtilegt er svo að segja frá því að sonur minn gifti sig í sumar og ég smíðaði giftingarhringana og gróf í þá rúnaletur,“ segir Fríða.

Galdrastafir og rúnir

Einstakir gripir

Það má segja að Fríða sé eins og konurnar sem eru alltaf „með eitthvað á prjónunum“ í þeirri merkingu að hún er sífellt að hanna og smíða eitthvað nýtt. Hún hefur smíðað ógrynnin öll af einstökum gripum. „Margir hverjir eru bara til í einu eintaki og því ertu í raun að kaupa einstakan skartgrip sem enginn annar á,“ segir Fríða. Fríða segist einnig vera opin fyrir samstarfi og verkefnum. „Ef einhver viðskiptavinur hefur til dæmis hugmynd að skartgrip sem hann vill að ég skapi fyrir sig þá er ég mjög opin fyrir því og hef bara gaman af því. Ég hef til dæmis fengið til mín steina sem kúnni vildi að ég smíðaði skartgrip um og gerði ég það með glöðu geði,“ segir Fríða.

Máni, sem Fríða vann í samstarfi við systurdóttur sína

Úrval fyrir herrana

Þess má geta að Fríða gleymir ekki herrunum þegar kemur að skartgripasmíði. „Þeir geta verið alveg jafn glysgjarnir og konurnar,“ segir hún. Fríða er með flott úrval af ermahnöppum, hringjum, menum og armböndum fyrir herrana og bætir við að það hafi allir rétt á því að skreyta sig fallegum munum.

Regndropinn

Skartgripi Fríðu FPd design má finna á eftirfarandi sölustöðum:

www.gadget.is

www.etsy.com/shop/fpddesign

Í húsi blóma í Spönginni, Grafarvogur

Minjasafn Akureyrar

Laufás gestastofa í Eyjafirði

Fleiri myndir má meðal annars sjá á Facebook-síðunni Silfurskart.

Sími: 893-4747

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum