fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Gunnars majones í vitund þjóðarinnar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnars majones þekkja væntanlega allir Íslendingar enda hefur klassíska majonesið þeirra verið stór hluti af matargerð landsmanna áratugum saman. „Við framleiðum majonesið eftir upprunalegri uppskrift Gunnars Jónssonar sem stofnaði fyrirtækið fyrir hartnær sextíu árum síðan,“ segir Ólafur Kr. Ólafsson sölustjóri Gunnars.

Rækjukokteilar

Það eru fjölmargar goðsögur sem umkringja Gunnar og rekstur hans. Ein saga segir að í upphafi hafi hann ætlað út í snyrtivöruframleiðslu og keypt til þess vélar. Svo sá hann ekki fram á að sú framleiðsla gæti gefið nóg af sér svo hann notaði vélina frekar í majonesframleiðslu. Hann þróaði skothelda uppskrift sem er notuð enn í dag og fór víst sjálfur að kynna majonesið með því að gefa fólki að smakka rækjukokteila. Það má með sanni segja að þarna hafi Gunnar stimplað Gunnars majones kirfilega inn í vitund þjóðarinnar.

 

Majonesuppskriftin algert leyndarmál

„Í uppskriftina notum við eingöngu náttúruleg hráefni og engin gerviefni. Við höfum aldrei breytt uppskriftinni og munum ekki gera það, það myndi aldrei ganga. Fólk vill fá bragðið af Gunnars majonesinu og ekkert annað. Það vita það flestir sem hafa reynt að setja saman brauðtertu í útlöndum að það er alls ekki hægt að ná rétta bragðinu án þess að vera með Gunnars majones,“ segir Ólafur.

 

Háleynileg remolaðiuppskrift

Remolaðið frá Gunnars er að mati flestra langbesta remolaðið á Íslandi enda er það langvinsælast á landinu. „Eins og með majonesið, þá framleiðum við remolaðið eftir háleynilegri uppskrift og notum okkar eigið pickles sem við búum einnig til eftir leyniuppskrift, upprunninni frá Danmörku“ segir Ólafur.

Fjöldi vörutegunda

Í dag starfa tæplega 20 manns hjá Gunnars sem leggja mikinn metnað í góða þjónustu og framleiðslu á gæðavörum. Auk hins klassíska majoness framleiðir fyrirtækið um 30 aðrar vörutegundir fyrir almennan markað auk þess að framleiða ýmsar vörur fyrir veitingageirann og aðra vöruframleiðendur. Allar vörurnar innihalda gerilsneyddar eggjarauður. Þar má nefna kokteilsósu, sinnepssósu, pítusósu, hamborgarasósu, sítrónu majones, bernaissósu, létt majones og fjölmargar aðrar sósur sem henta við öll tækifæri.

 

Dalshrauni 7, 220 Hafnarfjörður

Sími: 530-7700

Tölvupóstur: sala@gunnars.is

Opið alla virka daga: 8:00 til 16:00

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum