fbpx
Fréttir

78.000 íbúar í Frakklandi eru taldir ógna öryggi landsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. apríl 2018 22:00

Eiffelturninn í París. Mynd úr safni.

Frönsk yfirvöld segja að rúmlega 78.000 íbúar þar í landi ógni öryggi landsins. Upplýsingar um þetta fólk hafa nú verið skráðar í alþjóðlegan gagnagrunn sem evrópsk lögregluyfirvöld hafa aðgang að. Gagnagrunnurinn er sagður innihalda upplýsingar um „hættulegustu íbúa álfunnar“.

Á síðasta ári voru nöfn 134.000 manns skráð í gagnagrunninn. Frá 2015 hefur orðið mikil aukning í skráningum í gagnagrunninn en það gerðist í kjölfar hryðjuverka liðsmanna Íslamska ríkisins í París þar sem 130 manns voru myrtir.

Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko, hefur verið gagnrýninn á gagnagrunninn og þær skráningar sem hafa verið nefndar „leynilegar kannanir“. Þessar kannanir eru gerðar á fólki sem er grunað um að ógna öryggi ríkja eða almennings. Kannanirnar eru virkar í eitt ár nema ríkin framlengi þær. Hunko óttast að lögreglan misnoti kerfið til að fylgjast með fólki og rannsaka önnur afbrot sem ekki ógni öryggi einstakra ríkja eða almennings.

Hann segir að slík notkun geti haft í för með sér að fylgst sé með ættingjum grunaðra og öðrum sem umgangast viðkomandi. Hann telur einnig að það hversu oft franska lögreglan hefur notað gagnagrunninn bendi til að verið sé að misnota hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“
Fréttir
Í gær

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Í gær

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum