fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Færsla Orkuveitunar eldist illa – „Ég elska þegar siðgæðisverðir og siðapostular detta á rassinn”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. september 2018 10:47

Saga Áslaugar hefur vakið mikla athygli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að færsla sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) deildi í vor hafi elst illa og hafa nokkrir vakið athygli á því í dag. DV fjallaði um færsluna, sem birtist á Facebook-síðu OR, síðastliðinn maímánuð. Þá gagnrýndi Frosti Logason, annar þáttastjórnenda Harmageddon, OR innan hóps íslenskra aðdáenda kanadíska sálfræðiprófessorsins Jordan Peterson, en færslan fjallaði um Peterson.

Orkuveita Reykjavíkur skrifaði á Facebook-síðu sína og deildi myndbandi af umfjöllun 60 Minutes í Ástralíu um jafnlaunaverkefni Íslendinga: „Hér er bráðskemmtileg nálgun Ástrala við jafnlaunaverkefnið okkar Íslendinga. Rætt er við ráðherra og forstjóra og svo kanadískan fræðimann (sem mætti kannski friðlýsa sem menningarverðmæti liðinna tíma ;- ) -Hefði máske mátt ræða málið við íslenskar konur, eða hvað?“

Færslan var fjarlægð stuttu síðar. Líkt og hefur komið fram er allt á suðupunkti hjá Orkuveitunni vegna máls Bjarna Más Júlíussonar, sem var sagt upp störfum í síðustu viku vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskvenna sinna. Þrír stjórnendur hjá OR verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna ásakana um kynferðislega áreitni gegn starfsfólki eða kynferðisbrot áður en þeir hófu störf hjá OR.

Gunnlaugur Jónsson, fjárfestir og helsti skipuleggjandi komu Peterson til Íslands, vekur athygli á frétt DV um málið innan fyrrnefnds hóps aðdáenda Peterson á Ísland. „Þar sem er sýndardyggð, þar er… Smá upprifjun á góðu máli. Færsla OR um JP er nú horfin,“ skrifar Gunnlaugur.

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður Vísis, tekur undir með Gunnlaugi og segir: „Sýndardyggð er ljómandi orð. Nú erum við að eignast barnamálaráðherra (sic) og líkast til breytir þingið, í örvæntingarfullri tilraun til að auka virðingu fyrir sjálfum sér, nafninu á dómsmálaráðherra yfir í réttlætisráðherra. Og, ef við skoðum hvað felst í hinu misheppnaða lýðskrumi sem býr í orðinu jafnréttisráðherra; hvað þýðir það ef að er gáð? Jú, að til sé nokkuð sem heitir jafnréttisiðnaður, eins ókræsilegt og það nú er.“

Kristján Snorri Ingólfsson, fyrrverandi formaður Flokks heimilanna, virðist hafa gaman af þessu. „Ég elska þegar siðgæðisverðir og siðapostular detta á rassinn … það er einhvernveginn fyndnara en þegar venjulegt fólk hrasar,“ segir Kristján Snorri.

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, segir svo á Twitter að færsla OR hafi ekki elst vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi