fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 15:10

Pia Kjærsgaard niðurlægð á Íslandi. Þannig hljómar fyrirsögn Extra Bladet í dag. Í blaðinu er fjallað um heimsókn Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins til Íslands. Þar er heimsókn hennar á hátíðarþingfundinn á Þingvöllum rakin. Óhætt er að segja að viðbrögð dönsku þjóðarinnar séu misjöfn. Athugasemdakerfið undir fréttinni logar og bætist stöðugt í sarpinn.

Í fréttinni er farið lauslega yfir heimsókn Piu hingað til lands og þau viðbrögð sem heimsókn hennar hefur fengið. Komu Piu hingað til lands hefur verið harð­lega mót­mælt vegna afstöðu hennar til innflytjenda. Til marks um það sniðgekk þingflokkur Pírata hátíðarfundinn. Þá yfirgaf Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fundinn þegar Kjærsgaard hélt ræðu.

Eftir að fréttin var birt hafa fjölmargir tjáð sig um málið og sitt sýnist hverjum. Við tókum saman nokkrar athugasemdir en eins og sjá má hér þá hreinlega logar athugasemdakerfið. Það er óhætt að fullyrða að þar fá Íslendingar fyrir ferðina og eru sakaðir um ógestrisni. Það eru fáir sem taka upp hanskann fyrir okkur, en einn og einn gerir þó veika tilraun til þess.

„Þeir geta byrjað á taka á móti flóttafólki og hælisleitendum sem Danmörk vill ekki taka á móti. Síðan getum við séð hvort að þeir eru á sömu skoðun eftir eitt ár,“ segir einn lesandi.

„Vel gert Pia, flyttu múslimana bara þangað, og borgaðu bara flutninginn, þó með því skilyrði að þeir geti ekki komið aftur til Danmerkur,“ segir annar lesandi og fleiri taka undir með honum.

„Hugsið ykkur hvað við spörum mikla peninga, sem má nota í aldraðra og þá Dani sem þurfa á aðstoð að halda, það fer enginn smá peningur í flóttamenn.“

Þá segir annar danskur lesandi sem virðist ekki hafa mikla þekkingu á Íslandi: „Hversu pínlegt. Það finnst ekki einn múslimi á Íslandi. Þeir ættu að prófa að búa með þeim. Við erum með fullt sem má flytja þangað.“

Annar lesandi segir okkur óþroskaða: „Finn til með þér Pia. Íslendingar vita ekki hvað þú stendur fyrir. Þeir eru óþroskaðir eins og Svíar.“

Örfáir í hópnum reyna að hrósa viðbrögðum Íslendinga við komu Piu: „Fyrir utan að Pia Kjærsgaard ætti ekki að vera boðið til að halda ræður neins staðar þá get ég ekki annað en spurt hversu mörgum flóttamönnum Ísland tekur á móti árlega?“ Þá segir annar: „Húrra fyrir Íslandi!“ Og einn lesandi segir: „Kannski maður ætti bara að flytja til Íslands, mér sýnist að þar finnist enn þá samúð og náungakærleikur….geggjað!“

En því miður eru neikvæðu kommentin í garð Íslendinga miklu fleiri: Einn lesandi segir Íslendinga taka á móti fáum flóttamönnum: „Við getum sent þeim 50 þúsund og athugað eftir ár hver staðan er og hvað þeir segja þá.“

Annar lesandi tekur undir með öðrum rasistum: „Sendum innflytjendur og Múslíma til Íslands. Þeir eru greinilega í skýjunum með þá.“ Svipuð innlegg í þessa veru hrannast undir frétt Extra bladet eins og: „Það ætti kannski að setja upp auglýsingu í Sýrlandi og láta þá vita af Íslandi.“ Og svo þetta: „Svo Íslendingar vilja múslíma? Frábært. Þarna er tækifæri fyrir okkur.“ – „Vonandi frétta allir flóttamenn af þessu. Komum til Íslands! Komum komum!“ – „Bíðið bara þar til þeir fá fleiri innflytjendur og þeirra konum verður nauðgað þá mun tónninn breytast.“

Þá segir einn lesandi danska blaðsins: „Þetta er ISLAmisk ekki ISLAand!“

Hér má sjá frétt Extra Bladet.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar
Fréttir
Í gær

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“