fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Elon Musk biðst afsökunar: Hlutabréf Teslu féllu eftir barnaníðingsummælin

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 09:01

Elon Musk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth formlega afsökunar eftir að hafa kallað hann barnaníðing á opinberum vettvangi.

Samkvæmt Musk voru ummælin látin falla í reiði og sá hann eftir þeim strax í kjölfarið. Hlutabréfaverðið í fyrirtækinu Tesla hrapaði um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin.

Þessi orðaskipti milli Musk og Unsworth hófust þegar umræður voru í gangi um að koma taílensku fótboltadrengjunum til bjargar fyrr í þessum mánuði, en Unsworth spilaði stórt hlutverk í björgunaraðgerðunum.

Musk hafði fengið vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa sérsniðinn kafbát, en hann kom ekki að notum og þótti umfangsmikill og klunnalegur að mati kafarans.

Unsworth sagði að Musk hefði fyrr mátt vita að kafbáturinn væri gagnslaus og kallaði forstjóra Teslu hreint athyglissjúkan. Musk var allt annað en sáttur með gagnrýnina sem hann fékk og sendi frá sér fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann svaraði fyrir sig fullum hálsi með tístum.

Kafarinn segir í samtali við fréttamiðilinn Guardian að ummæli Musk væru ekki aðeins árás á sig, heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir hann. „Mig grunar að fólk átti sig á því hverslags maður hann er.“

Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth játandi og bætti við að þessu væri ekki lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi