fbpx
Fréttir

Gabríel með vopn á heimili sínu – Dæmdur fyrir ráðast á dreng – Vopnaðist stórri sveðju og hótaði manni lífláti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 21:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 23 ára mann, Gabríel Biörn Brown Björnsson, í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðalagabrot, hótanir, vopnalagabrot, líkamsárás og barnaverndaralagabrot. Gabríel var meðal annars sakfelldur fyrir að veist að dreng og tekið um háls hans eða höfuð og skellt höfðinu á honum í rúðu á útidyrahurð. Þá sneru þrír liðir ákærunnar að umferðarbrotum.

Fram kemur í ákæru að Gabríel  hafi að kvöldi  miðvikudagsins 11. janúar 2017 veist að drengnum og ýtt honum upp að flaggstöng og tekið um háls hans, Í kjölfarið veitti hann drengnum eftirför að verslun í bænum og tók þar um háls eða höfuð hans og skellti höfðinu á honum í rúðu í útidyrahurð verslunarinnar.

Afleiðingarnar voru þær að drengurinn hlaut tvær litlar punktblæðingar undir húð framarlega hægra megin á hálsi, roða og eymsli á enni rétt undir hárlínu og eymsli við þreifingu yfir vöðva í brjósthrygg vinstra megin.

Gabríel var ákærður fyrir líkamsárás og barnaverndaralagabrot en í fyrstu málsgrein. 99.greinar barnaverndarlaga frá árinu 2002 segir:

[Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.] 1) [Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.] 2) Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Þá var hann einnig ákærður fyrir hótanir, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 29. apríl 2017 við heimili sitt í Vestmannaeyjum ógnað og hótað að drepa annan mann tvisvar sinnum og í annað skiptið vopnaður stórri sveðju. Fram kemur í ákæru að hótanirnar hafi verið til þess fallnar að vekja hjá manninum ótta um líf, heilbrigði og velferð sína.

Lögreglan hafði afskipti af Gabríel í kjölfar atviksins þetta kvöld. Við húsleit á heimili hans og leit á Gabríel sjálfum fann lögreglan heimatilbúna sveðju og öxi. Hann var því einnig ákærður fyrir vopnalagabrot.

Gabríel játaði sök fyrir dómi en fram kemur að hann hafi einu sinni áður sætt refsingu. Sakaferill hans hafði þó ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu tilviki. Dómurinn leit til þess að hann játaði brot sín skýlaust og þótti hæfileg refsing því vera 90 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.

Fyrir dómnum mótmælti Gabríel kröfu ákæruvaldsins um upptöku á öxinni og sagði að um væri að ræða antíkmun sem hangið hafi á vegg, en ekki verið í notkun. Fram kemur hins vegar í lögregluskýrslu að umrætt sinn hafi hann haft stóra öxi í höndum, sem síðar fannst fyrir utan herbergisglugga á heimili hans. Sú staðreynd, auk þess sem að hann játaði á sig vopnalagabrot dugði til dómurinn féllst á upptökukröfu ákæruvaldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi
Fréttir
Í gær

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður