fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Getur þetta leyst bílastæðavandamál borgarinnar?

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 8. júní 2018 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir íbúar Reykjavíkur kvarta undan bílastæðaleysi í borginni og hefur umræðan oft orðið hávær um að yfirvöld þurfi að fara gera eitthvað í því að leysa það vandamál. Á sama tíma hefur borgin verið með þéttingarstefnu í gangi sem margir segja að sé árás á einkabílinn þar sem einmitt er sífellt verið að fækka bílastæðum til að byggja nýjar byggingar í staðinn, sem hefur svo með sér í för enþá meiri vöntun á bílastæðum. En núna hefur Suður Kóreska fyrirtækið DYPC mögulega komið með lausn á þessu vandamáli.

Hér má sjá hvernig hægt er að koma fyrir 80 bílum í stað 10 bíla á þessu bílastæði.

Fyrirtækið framleiðir það sem mætti kalla bílastæðahillur. Þessar hillur ná að nýta plássið mun betur en þekkst hefur þegar kemur að lausnum á bílastæðavandamálum í stórborgum eða þar sem plássleysi er mikið. Hillurnar geta tekið allt að 16 bíla í geymslu á sama plássi og eingöngu 2 bílar komast í stæði. Þetta þýðir að það sé 800% betri nýting á bílastæðaplássi. Ökumaður einfaldlega keyrir bílinn inn í hilluna og þegar kemur að því að sækja bílinn slær hann bara inn kóða og hillan sækir rétta bílinn fyrir hann.

Einnig hefur hillan þann eiginleika að hún er færanleg og er því hægt að færa þær til eftir því hvar álagið er mest á hverjum tíma fyrir sig, eingöngu tekur um 5 daga að setja hillunar upp. Fyrirtækið hefur nú þegar selt þessa lausn um allan heim.

Hér má sjá myndband hvernig þessi lausn virkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns