fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Björn Levý afhjúpar leynimakkið á Alþingi: „Það leikrit er bara toppurinn á ísjakanum“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningar um gagnkvæma þögn, sýndarlýðræði og leikrit eru orð sem Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, notar um starfsemi þingsins. Í pistli í Morgunblaðinu í dag, sem ber yfirskriftina Sýndarlýðræði, skrifar Björn um það hvernig Alþingi virkar í aðalatriðum.

„Á Íslandi er fulltrúalýðræði. Það þýðir að á nokkurra ára fresti mætum við á kjörstað og setum x við einhvern bókstaf. Niðurstaðan af því eru 63 þingmenn sem mæta á Alþingi með sannfæringu sína að vopni í umræðum og afgreiðslu þeirra mála sem þar eru lögð fram. Alþingi að utan lítur allt öðruvísi út en Alþingi að innan,“ segir Björn og bendir á nokkur dæmi máli sínu til stuðnings.

Allt öðruvísi innan frá

„Utan frá þá sér maður einhverja þingmenn í ræðustól að skiptast á að segja misgáfulega hluti. Svo eru einhverjar atkvæðagreiðslur inni á milli og lög verða til. Innan frá virkar þetta hins vegar allt öðruvísi,“ segir hann og bætir við að til að byrja með sé gert ráð fyrir svonefndu lýðræðislegu ferli mála.

„Það þýðir að mál er lagt fram á þingi, það fær fyrst kynningarumræðu og er svo vísað til nefndar. Þá geta allir sent inn umsagnir um málið og fá svo mögulega að koma í heimsókn til nefndar til þess að útskýra umsögn sína betur. Svo er málið afgreitt úr nefnd og fer aftur í umræðu í þingsal áður en það er svo borið upp til atkvæða til samþykkis eða synjunar. Þetta ferli er lýðræðislegt af tveimur ástæðum, fyrst vegna þess að málsmeðferðin er stöðluð og í öðru lagi af því að allir geta sent inn umsögn. Ég vil hins vegar halda því fram að núverandi ferli sé í raun sýndarlýðræði,“ segir Björn sem heldur áfram og talar um leikrit í ræðustól þingsins.

Gestakomur notaðar til að tefja

„Margir kannast við leikritið sem er oft sett upp í ræðustól Alþingis. Stundum er það nauðsynlegt, stundum ekki. Það leikrit er bara toppurinn á ísjakanum sem ristir alla leið niður í nefndir þingsins og umsagnir almennings. Í nefndum er bara tekið tillit til þeirra umsagna sem henta málflutningi hvers flokks fyrir sig. Gestakomur eru formsatriði sem þarf bara að klára og skipta oft engu máli fyrir afgreiðslu máls. Þannig eru gestakomur oft notaðar til þess að tefja fyrir afgreiðslu máls úr nefnd þangað til kemur að þinglokum. Þá eru gerðir þinglokasamningar sem snúast yfirleitt um að takmarka ræðutíma þingmanna í ýmsum málum gegn því að einhver önnur mál fái þá að komast í gegn. Samningar um gagnkvæma þögn,“ segir Björn sem bætir við að þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta sé óhjákvæmileg afleiðing þess kerfis sem þingið ehfur til að afgreiða mál,

„Þetta gerist af því að við erum ekki með málskotsrétt eða aðrar leiðir til þess að útkljá ágreining en málþóf. Að sjálfsögðu snúast þá samningar um að fólk þagni. Vandamálið er hins vegar að stundum þarf að tala meira um ýmis mál. Í þeim aðstæðum væri það beinlínis ólýðræðislegt að semja um að þegja. Stundum komast meira að segja mál ekki inn í umræðu af því að meirihlutinn kemur í veg fyrir afgreiðslu úr nefnd. Þó að lýðræðislega ferlið líti út fyrir að vera einfalt þá er sýndarlýðræðið, það sem í raun og veru gerist bak við tjöldin, miklu flóknara. Það er vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi