fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Einn skemmdi lögreglubifreið í Austurstræti – annar reyndi að stofna til slagsmála í Álfheimum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. júní 2018 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem helst stóð upp úr mikill fjöldi ökumanna sem staðinn var að akstri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var maður handtekinn í Austurstræti. Sá hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um eignaspjöll, skemmdi maðurinn lögreglubifreið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Þá handtók lögregla mann í annarlegu ástandi við Álfheima um miðnætti þar sem hann var að stofna til slagsmála. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns.

Eins og að framan greinir hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ökumönnum sem ýmist eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, minnst tíu talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi