fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. júní 2018 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Guðmundsson, sem búsettur er yfir sumartímann í Ófeigsfirði á Ströndum, er harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hafa lokað veginum að Hvalá. Fréttablaðið greindi frá því að til verksins hafi Pétur notað gamla dráttarvél og beinist lokunin að ferðafólki sem ætlar sér að skoða fossa í firðinum.

„Þetta fólk sem kemur þarna getur bara komið heim og þá bara ræði ég við það og þeir sem eru mér þóknanlegir geta fengið að fara þarna norður. Hyskið hefur ekkert þarna að gera,“ sagði Pétur í samtali við Fréttablaðið. Vegagerðin hefur beint því til Péturs að opna veginn en hann gefur lítið fyrir þau tilmæli. Fyrirhuguð virkjun í Ófeigsfirði hefur ítrekað ratað í fjölmiðla síðustu vikur og hart verið tekist á um málið í Árneshreppi. Pétur er eigandi Ófeigsfjarðar og Vesturverk sem er í eigu HS Orku mun reisa virkjun á svæðinu. Bent hefur verið á að aðrir en Pétur muni lítið hafa upp úr virkjuninni. Fjölmargir hafa gagnrýnt þessi áform og fer þar fremstur í flokki Tómas Guðbjartsson læknir. Tómas og félagar hans hafa margoft farið að þessum náttúruperlum í Ófeigsfirði, ljósmyndað og birt á samskiptamiðlum. Pétur virðist hafa fengið sig fullsaddann af náttúruverndarsinnum og segir veginn hafa orðið til þegar hesturinn Blesi dró kerru yfir túnið í gamla daga og um þann veg fá aðeins útvaldir nú að fara.

„Orkustofnun lagði veg þarna inn eftir en svo voru bara kerruförin látin duga og ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski. Ég verð bara að segja það,“ sagði Pétur einnig í samtali við Fréttablaðið. Lokunin hefur farið fyrir brjóstið á íbúum í hreppnum og þeim sem tengjast honum. Hrafn Jökulsson tjáir sig um lokunina á Facebook og segir:

„Pant vera hyski! Pétur sómamaður í Ófeigsfirði afnemur ferðafrelsi í landinu sem hann ætlar að drekkja.“ Bubbi Morthens tjáir sig í þræði Hrafns og segir: „Kristján Loftsson hefur fundið týnda bróður sinn.“

Pétur segir einnig í samtali við Fréttablaðið að búið sé að ljúga miklu um fyrirhugaða virkjun og afleiðingar hennar á náttúruna. Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson svarar því og segir: „Að halda því fram að þetta fyrirhugaða rask skemmi ekki náttúru svæðisins er svo annað sem er ekki svaravert. Náttúrubarnið Pétur í Ófeigsfirði virðist því miður þurfa á læknum og einhverjum listamönnum að halda til að átta sig á alvöru málsins.“

Vegagerðin hefur beðið Pétur að færa dráttarvélina en í samtali við Fréttablaðið segir bóndinn í Ófeigsfirði að það sé ekki á dagskrá, hann sé orðinn „þreyttur á þessu liði.“

„Þetta er ómerkilegt fólk, ef ég segi það alveg eins og er. Ómerkilegt fólk sem getur ekkert gert annað en ljúga og nýtur þess að það eru þónokkuð margir sem trúa þessu bulli í þeim. Og þeir eru bara að gera þetta til þess að auglýsa sjálfa sig. Þetta er athyglissjúkt hyski.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi