Fréttir

Dagur svarar fyrir nefndarlaunin: „Mjög villandi að tala um þetta sem einhverskonar vinnusvik“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 18:00

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það rangt hjá Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalista, að hann fái 300 þúsund krónur fyrir einn fund á mánuði hjá slökkviliðinu. Það rétta sé að hann fái um 200 þúsund krónur á mánuði fyrir að vera stjórnarformaður slökkviliðsins, hann og bæjarstjórar séu jafnframt formenn neyðarstjórna:

„Þetta er hugsað þannig að þessi innsýn sem að þessi störf veita skipta miklu máli þegar til kemur, vegna þess að bæjarstjórarnir gegna hlutverki við að ræsa út í raun allt sem þarf að ræsa út í almannaáfalli. Og fyrir þetta er greitt sérstaklega. Slökkviliðið er sameiginlegt fyrirtæki sveitarfélaganna þannig að það er um hundrað þúsund krónur sem stjórnarmenn fá og stjórnarformaður fær tvöfalt það á mánuði. Síðan var einhver, reyndar ranglega, að reikna það yfir einhvers konar tímakaup fyrir stjórnarfundi, en það er nú mjög villandi,“ sagði Dagur í þættinum Bítið á Bylgjunni á morgun.

Sanna Magdalena og Daníel Örn.

Sanna lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn um að kjörnum fulltrúum borgarinnar verði óheimilt að þiggja þóknun vegna setu á fundum í nefndum og ráðum sem haldnir eru á vinnutíma. Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalista, sagði svo í tilkynningu að þetta væri sjálftaka: „Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði. Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu.“

Sjá einnig: Vilja banna fundarþóknanir kjörinna fulltrúa

Hann segir mismikla vinnu liggja að baki mánaðarlaununum, hann fái ekki greitt neitt fyrir setu í stjórnum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sorpu og Strætó BS, nema stjórn slökkviliðsins. Mesta vinnan fari fram utan vinnutíma og það sé ekki svo að verið sé að greiða aukalega fyrir vinnu sem fari fram á vinnutíma:

„Ég held að enginn þessara bæjarstjóra vinni fjörutíutíma vinnuviku, það er langt því frá. Ef þú vinnur svona vinnu á dagvinnutíma þá er önnur vinna sem bíður eftir þér og allt þetta fólk er að vinna bæði kvöld og helgar. Það er mjög villandi að tala um þetta eins og einhvers konar vinnusvik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna 

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk 20 þúsund króna sekt fyrir að synda í Tjörninni

Fékk 20 þúsund króna sekt fyrir að synda í Tjörninni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingar fá kaldar kveðjur – Sakaðir um ofbeldi á leikskólum eftir þátt Dateline – „Ísland, heimili geðveikinnar“

Íslendingar fá kaldar kveðjur – Sakaðir um ofbeldi á leikskólum eftir þátt Dateline – „Ísland, heimili geðveikinnar“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndband af húsleit lögreglunnar í Kópavogi – Rannsókn vegna fíkniefnaframleiðslu og skipulagðar alþjóðlegrar glæpastarfsemi

Sjáðu myndband af húsleit lögreglunnar í Kópavogi – Rannsókn vegna fíkniefnaframleiðslu og skipulagðar alþjóðlegrar glæpastarfsemi