Fréttir

Hefja framkvæmdir á borgarlínu og ætla að eyða kynbundnum launamun

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 13:24

Farið verður í framkvæmdir á borgarlínu, kynbundnum launamun verður eytt, áhersla verður lögð á lausnir fyrir fyrstu kaupendur húsnæðis og fjölga á dagforeldrum. Þetta er meðal þess sem nýr borgarstjórnarmeirihluti lofar að gera á kjörtímabilinu.

Ekki einu orði er minnst á að setja Miklubraut í stokk, sem var stóra loforð Samfylkingarinnar fyrir kosningar, í sáttmála Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Hins vegar á að hefja framkvæmdir á borgarlínu, fjölga ferðum strætó og lengja gjaldskyldutíma bílastæða. Einnig á að gera Laugarveg að göngugötu.

Meirihlutinn leggur áherslu á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að fjölga dagforeldrum og fjölga ungbarnadeildum. Ekki er talað um launahækkanir kennara upp á 100 þúsund krónur á mánuði líkt og Viðreisn lofaði en rætt er um að bæta kjör, leiðrétta laun kvennastétta og útrýma kynbundnu ofbeldi.

Varðandi húsnæðismál er rætt um að byggja hraðar og finna hagkvæmar lausnir við uppbyggingu. Byggja á húsnæði í Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Skeifunni, Höfða, Skerjafirði og Bryggjuhverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“
Fyrir 2 dögum
Leki og lygar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri