fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fyrrverandi læknir Trump segir forsetann sjálfan hafa kvittað upp á eigin yfirburðaheilsu

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 14:00

Þó að kunni að vera að Donald Trump sé ekki við jafn góða heilsu og hann heldur sjálfur fram þá er hann duglegur golfari. Mynd/VanityFair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að hann hafi ekki skrifað bréf þess efnis að Trump væri við „yfirburðaheilsu“, það hafi verið forsetinn sjálfur sem hafi samið bréfið.

Dr. Harold Bornstein, sem var læknir Trump á árunum 1980 til 2017, segir í viðtali við CNN að bréfið sem hann sendi árið 2015 um að „Trump væri heilbrigðasti einstaklingurinn sem hefði boðið sig fram til embætti forseta Bandaríkjanna“ hefði alls ekki verið byggt á hans faglega mati:

„Trump skrifaði bréfið, ég sagði honum bara hvað hann mætti ekki segja.“

Í bréfinu segir meðal annars að blóðþrýstingur Trumps væri „einstaklega frábær“, hann hefði misst 7 kíló á nokkrum mánuðum, sem og að styrkur hans og þróttur væri ótrúlegur. Bréfið var birt í kjölfarið á ítrekuðum yfirlýsingum Trumps á samfélagsmiðlum um að hann væri við mjög góða heilsu.

Bornstein var rekinn sem læknir Trumps eftir að Bornstein upplýsti í viðtali að Trump hefði notað hárvaxtarlyf í áraraðir. Nýi læknirinn, Dr. Ronny Jackson, sem er einnig búið að reka, sagði við blaðamenn fyrr á þessu ári að Trump væri andlega mjög hraustur. Þegar blaðamenn spurðu hann hvernig stæði á því að maður sem borðar McDonalds, drekkur Diet Kók og æfði sig aldrei væri í góðu formi sagði Jackson:

„Það kallast erfðir. Ég sagði forsetanum að ef hann hefði borðað hollar síðustu tuttugu árin þá yrði hann 200 ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi