fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Breskur sjónvarpsmaður nær dauða en lífi eftir þátt um flækingshunda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski sjónvarpsmaðurinn Paul O‘Grady var hætt kominn fyrir skemmstu eftir að hafa tekið upp þátt um flækingshunda á götum Indlands. Paul, sem er 62 ára, hefur gengið í gegnum ýmislegt í gegnum tíðina og meðal annars fengið hjartaáfall í þrígang.

Í þáttunum heimsótti Paul götur Delí á Indlandi þar sem þúsundir flækingshunda voru viðfangsefnið. Hann heimsótti athvarf fyrir hundana sem margir hverjir glíma við veikindi eftir mörg ár á götunni.

Paul fékk í sig hættulega sýkingu eftir að hafa leikið við flækingshunda í umræddu athvarfi. „Þetta var engum nema mér að kenna. Mér var sagt að halda mig fjarri þeim en ég lá ofan í holræsunum með þeim,“ segir Paul við breska blaðið Mirror og bætir við að hann hafi gefið þeim að borða úr höndunum og hreinsað orma úr sárum þeirra með berum höndunum.

Einhver óværa virðist hafa komist í hann með fyrrgreindum afleiðingum.

Allt byrjaði þetta með hrikalegum uppköstum klukkan fimm að morgni dag einn fyrir skemmstu. Þegar klukkan var orðin tíu að kvöldi, sautján tímum síðar, var Paul enn fastur við klósettskálina og þá ákvað hann að fara til læknis. Hann var lagður inn og eftir rannsóknir sáu læknar að líkami hans var ekki langt frá því að gefa upp öndina. Líffærin voru farin að gefa sig en sem betur fer náði hann sér á strik. Það tók hann þó nokkra daga og talsvert magn af sýklalyfjum að komast á fætur að nýju.

Þættirnir sem Paul var að vinna að heita For the Love of Dogs in India og segja þeir, eins og nafnið gefur til kynna, frá þeim fjölmörgu flækingshundum sem búa á götum Indlands. Paul hefur lengi látið sig velferð dýra varða og hefur hann ferðast um öll heimsins horn í þeim tilgangi. Sjálfur segir Paul að hann hafi aldrei veikst jafn hastarlega og í þetta umrætt skipti og það komi honum þó nokkuð á óvart. „Ég er mest hissa að hafa aldrei fengið hundaæði,“ segir hann.

Þrátt fyrir þessa reynslu sína af Indlandi segist hann gjarnan vilja koma þangað aftur. Hann segir að Delí sé borg mikilla öfga, sérstaklega hvað varðar skiptingu auðs. „Þú finnur mjög ríkt fólk þarna, stórkostleg hótel og ótrúleg heimili. Svo sérðu fátækt sem þú myndir aldrei trúa að væri til,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi