fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Loftsteinn hrapaði í gegnum þak á dönsku sumarhúsi – Eigandinn fær góð fundarlaun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 07:18

Loftsteinninn góði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí á síðasta ári tók eigandi sumarhúss á Borgundarhólmi eftir því að hringlótt gat var á þakinu á sumarhúsinu. Eigandinn skoðaði málið að sjálfsögðu betur og fann þá dökkan stein inni í húsinu. Hann tók steininn og henti honum út í garð. En þegar hann sagði eiginkonu sinni frá þessu lét hún manninn finna steininn á nýjan leik og senda til rannsókna á danska náttúrufræðisafninu hjá Kaupmannahafnarháskóla.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla. Þar segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að um loftstein var að ræða og hefur hann hlotið nafnið Dueodde-loftsteinninn (Dueodde-meteoritten).

Loftsteinninn er 75 grömm. Fjölmargir vísindamenn hafa rannsakað hann og er niðurstaða rannsóknanna að um sé að ræða loftstein úr málmi og grjóti en um 80 prósent loftsteina, sem hafa fundist á jörðinni, eru svipaðir af samsetningu.

Eigandi sumarhússins fékk 14.000 danskar krónur í fundarlaun sem verður að teljast ágætis kílóverð. Loftsteinninn verður til sýnis á jarðfræðisafninu í Kaupmannahöfn frá og með deginum í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat